Framlengja samning um Ytri út 2031

Nýr átta ára samningur undirritaður. Frá vinstri: Viðar Steinarsson, Stefán …
Nýr átta ára samningur undirritaður. Frá vinstri: Viðar Steinarsson, Stefán Sigurðsson, Harpa Hlín Þórðardóttir, Gunnar J. Gunnarsson formaður, veiðifélagsins, Ármann Ólafsson Ari Árnason framkvæmdastjóri og Guðmundur Einarsson. Ljósmynd/IO

Veiðifélag Ytri–Rangár og fyrirtækið Iceland Outfitters hafa gert með sér áframhaldandi átta ára umboðssölusamning um vatnasvæði Ytri–Rangár og Vesturbakka Hólsár. Samningurinn var samþykktur samhljóða á aðalfundi félagsins nú á dögunum en hann tekur gildi frá og með 2024 þegar núverandi samningi lýkur. 

„Aðspurð segja báðir aðilar að sala og samstarf hafa gengið framar björtustu vonum og er horft björtum augum til framtíðar en við erum með um 90% endurkomu laxveiðigesta sem hlýtur að teljast ansi góður árangur sérstaklega þegar horft er til fjölda stangardaga sem eru í boði. 
Ytri–Rangá er ein besta og oftast aflahæsta á landsins. Hún rennur í gegnum Hellu og er veitt á 12 - 18 stangir á aðalsvæðinu. Fjórar stangir á Vesturbakka Hólsár og fylgir sjálfsmennsku hús.  Þar fyrir neðan er svo tveggja stanga laxasvæði án Veiðihúss. 
Fyrir ofan Árbæjarfoss er átta stanga silungsveiði að ógleymdri vorveiðinni í sjóbirting á laxasvæðinu.  
Hundblautir en alsælir. Mark Coley með lax númer tvö þúsund …
Hundblautir en alsælir. Mark Coley með lax númer tvö þúsund úr Ytri - Rangá í fyrra. Sá lax kom á land 9. ágúst. Ljósmynd/Matthías Sigurðsson
Veiðihús Ytri Rangár er hið glæsilegasta og var allt tekið í gegn fyrir síðasta tímabil og ýmislegt hefur verið gert fyrir komandi tímabil. Það er því mikil spenna fyrir laxveiðitímabilinu sem hefst 20. júní í Ytri–Rangá,“ segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá samningsaðilum.
Það eru hjónin Harpa Hlín Þórðardóttir og Stefán Sigurðsson sem eiga og reka Iceland Outfitters en þau sömdu við stjórn veiðifélagsins sumarið 2021 og tóku við sölunni fyrir síðasta sumar. Nú liggur fyrir að Iceland Outfitters verður áfram með ána.
Í fyrra var Ytri–Rangá með samtals 5.086 laxa og er það besta veiðisumarið frá því árið 2017.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert