Fyrsti laxinn úr Blöndu er smálax

Blanda komin á blað. Þorsteinn Stefánsson landaði þessum smálaxi í …
Blanda komin á blað. Þorsteinn Stefánsson landaði þessum smálaxi í morgun á Breiðu að sunnanverðu. Fyrstu laxarnir sáust í Blöndu fyrir nokkrum dögum. Í fyrra veiddist ekki lax í henni fyrr en 13. júní. Ljósmynd/Starir

Fyrsti laxinn úr Blöndu kom á land þegar nokkuð var liðið á morgun. Það var Þorsteinn Stefánsson sem fékk hann á Breiðu suður og það vakti athygli að hann reyndist smálax. Iðulega er það talið vita á gott að smálaxinn mæti snemma. Þá trúa menn því að mikið verði af honum. Það er þó ekki vísindalega sannað eftir því sem Sporðaköst komast næst.

Mönnum þar nyrðra er létt. Opnunin í fyrra var ekki til að hrópa húrra fyrir en fyrsti laxinn veiddist ekki í Blöndu fyrr en 13. júní, þegar búið var að veiða hana í rúma viku. Nú höfðu sést laxar í Blöndu og menn mættu því bjartsýnir. Veiðimenn sáu fiska elta en það var ekki fyrr en rúmlega 11 í morgun sem sá fyrsti tók og reyndist það smálax, eins og fyrr segir. Fyrsti laxinn tók Silver sheep hálf tommu í yfirborðinu. Fiskurinn var ekki lúsugur en greinilega nýgenginn. Vonandi veit þetta á gott með framhaldið í Blöndu og víðar en opnunin í Norðurá hefur svo sannarlega fengið laxveiðimenn til að lyft brúnum. Ekkert lát var þar á veiði í morgun og vissu Sporðaköst um tíu laxa sem búið var að landa þar í morgun.

Nokkuð er að sjást af laxi í Laxá í Kjós og Urriðafoss gaf sautján laxa í gær. Víða áhugaverðar fréttir úr þessum geira þessa dagana.

Og svo kom þessi. 83 sentímetrar Breiða að norðanverðu. Þykkur …
Og svo kom þessi. 83 sentímetrar Breiða að norðanverðu. Þykkur og fallegur tveggja ára lax. Eins og þeir gerast bestir. Sveinbjörn Stefánsson setti í þennan og landaði. Ljósmynd/Starir

Uppfært:

Sveinbjörn Stefánsson setti svo í og landaði 83 sentímetra hrygnu á Breiðunni að norðanverðu. Eins og sést á myndinni er þar á ferðinni dæmigerður „blöndungur“ þykkur og fallegur fiskur. Veiðimenn í opnun voru bjartsýnir þegar Sporðaköst heyrðu í þeim í hádeginu og ljóst að menn verða mættir á slaginu á seinni vaktina.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.

Skoða meira