Steikt lambalifur með sætum kartöflum og mangó

Hráefni

  • 800gr Lambalifur
  • 2stk Sætar kartöflur
  • 2stk Laukar
  • 1stk Vel þroskað mangó
  • 1stk Chillipipar

Fyrir 4

Þessi frábæri réttur kostar aðeins um 1200 krónur og er góður kvöldverður fyrir fjóra. Lifur er herramanns matur, mjög járnríkur og hollur. Passið bara að elda lifrina ekki of lengi.

Aðferð

Lifrin snyrt og skorin í sneiðar, þerruð á eldhúspappír og sett til hliðar. Sætar kartöflur skornar í sneiðar og brúnaðar á pönnu, settar í eldfast form og eldaðar í ofni í 10 mín á 180°c. Laukur skorinn í grófa teninga og svitaður í olíu, mangó skorið í teninga og bætt í ásamt söxuðum chili. Svitað í 2-3 mínútur og síðan er 2 dl af vatni hellt yfir og soðið í 3 mín, smakkað til með salti, pipar og ögn af ediki. Lifrin brúnuð á heitri pönnu og síðan kláruð á pönnunni á hálfum hita undir loki í 3-4 mínútur. Ath að lifur þarf skamma eldun og má illa við ofeldun.

Uppskrift: Gott, hollt og ódýrt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert