Lax fyrir upptekið fólk

Lax með salati er dásamlegur á bragðið.
Lax með salati er dásamlegur á bragðið. mbl.is/Marta María

Það eru allir að reyna að finna upp hjólið þegar kemur að fljótlegum réttum. Vissir þú að það tekur ekki nema tíu mínútur að pönnusteikja lax og útbúa salat með honum.

Við borðum allt of lítið af feitum fiski og á þessum árstíma þegar flest okkar skortir D-vítamín er um að gera að hafa lax eins oft í matinn og við getum.

Ef þú átt tamarisósu og sesamolíu geturðu útbúið þennan rétt á mettíma. Skerðu laxinn í sneiðar og settu nokkra dropa af tamarisósu yfir hann á báðum hliðum. Gættu þess vel að nota ekki of mikið af sósunni því hún er svolítið sölt.

Settu sesamolíu á pönnu og steiktu laxinn í um það bil fimm mínútur á hvorri hlið. Byrjaðu á því að setja roðið niður.

Hugmynd að salati:

Handfylli af spínati, tvær sneiðar af hunangsmelónu, nokkrar möndlur, nokkrir bitar af papriku, tómatar. Gott er að setja nokkra dropa af sesamolíu út á salatið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert