Sjúklega svalandi kokteill

Veitingastaðurinn Vegamót er þekktur fyrir girnilega rétti á fínu verði. Nú er verið að hressa staðinn ennþá meira við, gera betur við matargesti og auka úrval af kokteilum. Hér kennir stjörnubarþjónn Vegamóta lesendum að útbúa hinn svalandi drykk Basil Sour.

Hráefni: 

6 cl Bombay Gin

3 cl sítrónusafi

3 cl sykursíróp

Dass af eggjahvítu

Basilíka

Aðferð:

Basilíka og sykursírópi blandað. Hellið síðan gininu, sítrónusafanum og eggjahvítunni í hristarann.

Hristið fyrst án klaka og svo með klaka.

Hellt í glas og skreytið með basilíku.

mbl.is