Humar fyrir gamlárskvöld

Hátíðleiki jólanna er að baki og gleði áramótanna framundan. Það eru margir sem að slá upp veislu á gamlárskvöld með fjölskyldu og vinum og rifja upp atburði liðins árs yfir borðhaldinu á meðan skaupsins, flugeldanna og sjálfra áramótanna er beðið. En hvað á að vera á borðum?

Algengt er að humar verði fyrir valinu í forrétt og hann er hægt að matreiða á margvíslega vegu. Ef gestir eru margir er til dæmis humarsúpa frábær kostur. Humarinn má líka bera fram fallega á smjördeigsbeði, krydda á klassískan hátt með steinselju og hvítlauk, á framandi hátt með chili og appelsínu eða þá elda hann með rommi og engifer. Síðan má auðvitað gera humarpasta eða humarrisotto.

Hér eru uppskriftirnar, smellið á uppskriftirnar til að lesa:

Fleiri uppskriftir með humar má sjá hér.

Humar kallar á virkilega gott hvítvín. Við mælum sterklega með góðu Chardonnay-víni, ekki síst frönsku ef humar verður fyrir valinu. Chablis klikkar ekki með humar hvað þá Pouilly Fuissé en einnig má nefna vín á borð Drouhin Laforet. Ítölsk hvítvín sem eru stórkostleg með humar eru t.d. Pieropan, Isole e Olena Chardonnay og Venica e Venica Friulano. Frá Nýja heiminum má nefna Montes Alpha Chardonnay og Casa Concha Chardonnay.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert