Flippaðar útgáfur af vinsælasta kokkteil landsins

Granatepli er ákaflega hollt og vinsælt hráefni og tilvalin í …
Granatepli er ákaflega hollt og vinsælt hráefni og tilvalin í sumardrykkinn. mbl.is/somethingnewfordinner.com

Moscow Mule hefur verið einn vinsælasti kokkteill landsins síðasta ár. Hér koma nokkrar góðar útfærslur sem henta vel í grill- eða Eurovision-partíið.

Bláberja Moscow Mule

Þessi uppskrift er frá Coocoo‘s Nest á Grandagarði.

65 ml vodka
45 ml ferskur límónusafi
20 cl bláberjasíróp
Hrist vel með klaka og svo fyllt upp með engiferbjór.

Bláberjasíróp:

250 g frosin bláber
125 g hrásykur

Soðið rólega við lágan hita saman í síróp. Kælt og geymt í hreinni krukku (sjóða krukkuna) í kæli.

Bláberja Moscow Mule er mjög ferskur og góður.
Bláberja Moscow Mule er mjög ferskur og góður. mbl.is/Rebekka Rut Marinós

Granatepla Moscow Mule

Uppskriftin er frá mæðgunum Kim og Lauru, sem halda úti síðunni somethingnewfordinner.com

60 ml vodka
30 ml granateplalíkjör eða granateplasíróp (fæst í Istanbul Market í Ármúla)
30 ml nýkreistur límónusafi
Appelsínubitter eftir smekk (fæst í Búrinu úti á Granda.)

Hrist vel með klaka og svo fyllt upp með engiferbjór.

Skreytt með ferskum granateplakjörnum, engifersneið og rósmaríngrein.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert