Ikea-eldhús sem „lúkkar“ rándýrt

ljósmynd/theKitchn

Ikea er frábær staður til að kaupa allt inn á heimilið og þar með talið í eldhúsið. Innréttingarnar eru sniðugar og útpældar og eru almennt frekar vel heppnaðar enda prýða þær flest heimili.

En hvað með þá sem vilja eitthvað aðeins öðruvísi án þess að það kosti á við útborgun í íbúð?

Þá er gott að líta aðeins út fyrir kassann og það er einmitt það sem var gert í þessu fallega eldhúsi í Brooklyn í Bandaríkjunum. Hér er grunnurinn úr Ikea og stendur algjörlega fyrir sínu. Veggurinn er vel nýttur fyrir skápa – eitthvað sem mætti sjást meira á íslenskum heimilum, sérstaklega þar sem lofthæðin býður upp á það.

En hvað er það við þetta eldhús sem gerir það öðruvísi? Jú, það eru höldurnar. Höldur eru nefnilega hálfgert krúnudjásn eldhúsinnréttingarinnar og það er mjög sniðugt (og hagkvæmt) að vera með góðan grunn sem hægt er að hressa upp á með höldum sem ekki sjást víða og líta út fyrir að vera ægilega dýrar og vandaðar.

Höldurnar er hægt að sérpanta og hægt er að nálgast þær hér.

Þetta eldhús er sérlega vel heppnað og gaman er að ...
Þetta eldhús er sérlega vel heppnað og gaman er að sjá hverju höldur geta breytt. ljósmynd/theKitchn
ljósmynd/theKitchn
mbl.is