Krónan og Bónus ódýrari en Costco

Sigurður Bogi

Samkvæmt verðkönnun er einingarverð fjörtíu vörutegunda sem valdar lægra í Bónus og Krónunni en í Costco. Valdar voru 49 vörutegundir með aðstoð ASÍ en þar af voru níu ekki til í Costco og því ekki með í könnuninni. 

Fregnirnar kunna að koma mörgum á óvart en í hverju tilfelli fyrir sig var valin ódýrasta varan, óháð gæðum, miðað við einingaverð vöru í hverjum vöruflokki, óháð vörumerki eða stærð pakkninga. 

Það var fréttastofa RÚV sem framkvæmdi könnunina en í frétt ruv.is segir að engin regla hafi virst á því hvaða vörutegundir væru dýrastar í hvaða búð.

„Einingarverð var oftast ódýrast og oftast dýrast í Costco. Costco var ódýrast í 19 tilfellum, 17 vörutegundir voru ódýrastar í Bónus og 4 í Krónunni. Costco var dýrast í 14 tilfellum, 12 vörutegundir voru dýrastar í Bónus og 14 í Krónunni.

Vegna þess hve pakkningar eru mun stærri í Costco en í Krónunni og Bónus þurfti að kaupa inn fyrir 56.018 í Costco til að geta keypt vörurnar með lægsta einingarverðinu, fyrir 19.726 í Krónunni og 20.871 í Bónus. Þá ber að geta þess að einungis er hægt að versla í Costco ef framvísað er aðildarskírteini en ársgjaldið er 4.800 kr. fyrir einstaklinga og 3.800 kr. fyrir fyrirtæki.

Mesti verðmunurinn var á tepokum. Þeir voru ódýrastir í Costco, 2 kr. stykkið en 9 kr. í Krónunni. Í Bónus kostuðu þeir 3 kr. Munurinn er 350% á milli lægsta og hæsta verðsins. Smábrauð voru ríflega tvöfalt dýrari í Krónunni en Costco, kílóverðið af lauk var fjórfalt dýrara í Costco en Bónus og lítrinn af sjampói í Costco nær tvöfalt dýrari en í Bónus.“

Frétt ruv.is og verðkönnuna í heild sinni má nálgast hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina