255% verðmunur á Fríhöfninni og Costco

Hér gefur að líta sambærilegan hlauppakkningu og seld er í ...
Hér gefur að líta sambærilegan hlauppakkningu og seld er í Costco. Þessi er þó 875 grömmum léttari en sá sem um ræðir í Costco. ljósmynd/Haribo

Verðvitund Íslendinga hefur tekið stórstígum framförum eftir komu Costco til landsins og inn á Facebook hópnum Keypt í Costoc Ísl. - Myndir og verð er öflug neytendavakt í gangi. Oftar en ekki birtast þar dæmi sem þykja hálf ótrúlegt eins og þetta. 

Um er að ræða hlaupsælgæti frá þýska framleiðandanum Haribo sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Vökull neytandi setti inn myndir af 750 gramma poka sem keyptur var í Fríhöfninni á 764 krónur. Tveggja kílóa pakkning kostar hins vegar 799 krónur í Costco og munar 255% á kílóverðinu. 

Það vekur jafnframt athygli að verslanir í Fríhöfninni eru undanþegnar virðisaukaskatti sem er 11% á matvæli og því er munurinn í reynd mun meiri. 

mbl.is