Ostabomban sem allir elska

Tengdamóðir mín Bergljót Stefánsdóttir kemur alltaf með ostabombu á veisluborðið þegar halda skal góða veislu eða partý. Bomban góða klárast alltaf og er sannkölluð klassík. Tengdó tvöfaldar hana yfirleitt enda breytast prúðustu gestir í úlfa þegar bomban mætir!

Uppskriftin er komin frá góðri konu í fjölskyldunni og hefur ferðast manna á milli við góðan orðstír.

OSTABOMBA

250 g rjómaostur

2 bollar rifinn ostur 

1 msk. graslaukur – má sleppa 

1 msk. paprika rauð og/eða græn

1 msk. laukur

2 tsk. worchestershire-sósa

1 tsk. sítrónusafi

<br/>

Saxaðir valhnetukjarnar

Öllu er hrært saman í hrærivél með hnoðara nema hnetunum.

<br/>

Gerið því næst kúlu úr ostatryllingnum og þekið með söxuðum valhnetum.

<br/>

Kælið í 2 klst. áður en borið er á borð.

<b> </b>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert