Belgískar kanilvöfflur með heitri súkkulaðisósu

mbl.is/Dessert for Breakfast

Vöfflur lifa góðu lífið í hjörtum landsmanna sem verða sífellt ævintýragjarnari þrátt fyrir að gamla góða vafflan með sultu og rjóma standi alltaf fyrir sínu. Þessi uppskrift er að belgískri vöfflu en það er ekkert sem segir að ekki sé hægt að gera hana í hefðubundnu vöfflujárni.

Hún inniheldur bæði kanil og appelsínusafa sem er ákaflega skemmtilegt tilbrigði verður að segjast. Við hvetjum ykkur til að vera ævintýragjörn og endilega gefa uppskriftinni stjörnur eftir að þið prófið þannig að við vitum hvað ykkur finnst.

Þetta eru rosalegar vöfflur.
Þetta eru rosalegar vöfflur. mbl.is/Dessert for Breakfast
Belgískar kanilvöfflur með heitri súkkulaðisósu
 • 250 ml mjólk, við stofuhita
 • 6 msk smjör, bráðið
 • 3 msk hunang
 • 3/4 tsk salt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 egg
 • 2 bollar hveiti
 • 1 msk kanilduft
 • 120 ml ferskur (helst nýkreystur) appelsínusafi, við stofuhita
 • 1 1/2 tsk ger
 • perlusykur - valfrjálst

Aðferð:

 1. Hrærið öllum hráefnunum (nema perlusykri) saman í stóra skál sem býður upp á rými til hefingar.
 2. Setjið plastfilmu eða viskustykki yfir og láti standa á hlýjum stað í klukkustund.
 3. Hitið vöfflujárnið og smyrjið. Bakið vöfflurnar - hver vaffla ætti að þurfa 4-6 mínútur.
 4. Berið strax fram með með súkkulaðisósunni (og perlusykrinum ef þið notið hann).


Heit súkkulaðisósa

 • 1/2 bolli sykur
 • 1/4 bolli kakó
 • 70 g dökkt súkkulaði, saxað
 • 60 g smjör
 • 60 ml rjómi
 • 60 ml mjólk

Aðferð:

 1. Pískið saman sykri og kakó og leggið til hiðar.
 2. Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði.
 3. Hitið rjómann og mjólkina og þegar hitinn er orðinn sæmilegur skal setja sykur- og kakóblönduna saman við og hræra vel þar til sykurinn er uppleystur. Passið að blandan sjóði ekki.
 4. Þegar súkkulaðið og smjörið er bráðið skal hella því út í skálina með mjólkinni og kakóinu. Pískið í 2-3 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna ögn. Setjið í hitaþolið ílát og látið kólna.
Appelsínurnar gera mikið fyrir bragðið enda óvenjulegt að fá vöfflur …
Appelsínurnar gera mikið fyrir bragðið enda óvenjulegt að fá vöfflur með appelsínubragði. mbl.is/Dessert for Breakfast
Appelsínur eru fullar af c-vítamíni.
Appelsínur eru fullar af c-vítamíni. mbl.is/Dessert for Breakfast
mbl.is