Kalkúnasósan sem þig dreymir um

Skemmtilega bragðmikil sósa sem hentar einnig vel með fylltum kjúkling …
Skemmtilega bragðmikil sósa sem hentar einnig vel með fylltum kjúkling eða ofbökuðum bringum. mbl.is/TM

Landsmenn elska sósur og þessi sósa mun svo sannarlega ýta undir hátíðlegan unað á mörgum heimilum því góð er hún, í raun alveg hrikalega góð, og aparíkósurnar koma með skemmtilegan sætan keim sem fer svo einstaklega vel með ljósu fuglakjöti á borð við kalkún og kjúkling.

Ég vil hafa hana grófa en það má vel sigta sveppi, lauk og apríkósur frá en þá þarf að tvöfalda uppskriftina. 

1 laukur
150 g sveppir (má sleppa)
2 msk smjör
2 msk kryddið apríkósusulta (fæst í Búrinu)
1 msk kalkúnakrydd
1 tsk herbes de provence-krydd
2 dl kjúklinga- eða kalkúnasoð (hægt að nota vatn og tening eða kraft)
250 m rjómi
1 msk hveiti til að þykkja ef vill
2 msk ávaxtaríkt hvítvín
pipar 

Ef vill má setja örlítið ferskt rósmarín eða timían út í


Saxið laukinn smátt og mýkið í smjöri. Bætið sveppum við þegar laukurinn er orðinn glær. Því næst fer soðið út í, svo rjóminn, sultan og kryddið, allt nema pipar. Látið sósuna þykkna og bætið hveiti við ef þurfa þykir. Látið suðuna koma upp og bætið að lokum í hvítvíni og smakkið til með pipar.

mbl.is