Skyndibiti á góðu verði

Arnar Bjarnason stendur vaktina á Borðinu á Hlemmi.
Arnar Bjarnason stendur vaktina á Borðinu á Hlemmi. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þessi staður hefur verið í eitt og hálft ár á Ægisíðunni og svo þegar kom tækifæri að opna hér útibú var stokkið á það. Hér er ítalskt, eða Miðjarðarhafsþema, í matseðlinum og hvað varðar hráefni, í bland við íslenskt. Aðalatriðið er að nota gott hráefni. Hér finnast ítalskir réttir eins og gnocchi, en þetta er skyndibiti á góðu verði, en góður og vandaður skyndibiti,“ segir Arnar Bjarnason sem stjórnar Borðinu á Hlemmi Mathöll. „Gnocchi er vinsælasti rétturinn. Því er skellt í djúpsteikingarpott og borið fram með basilmajónesi, konfekttómötum og parmaskinku,“ segir hann.

„Hér er góð stemning og sumir segja að það sé svolítið eins og að koma til útlanda.“

Djúpsteikt gnocchi

Fyrir 4

  • 7 kartöflur
  • 2 egg
  • 1 bolli parmesan
  • 25 g graslaukur
  • 50 g steinselja
  • 25 g basil
  • 10 g salt
  • 2 g svartur pipar
  • 4 bollar hveiti

Aðferð:

Sjóðið kartöflur, afhýðið og kælið. Blandið saman við kartöflur einum bolla af rifnum parmesan, hveitinu, eggjunum og kryddinu. (Geymið saltið þar til síðar). Hnoðið úr þessu deig. Skerið deigið í litla ca 3 cm bita og djúpsteikið við mikinn hita (195°C) í repjuolíu þar til það er orðið dökkgyllt að lit, ca 3-4 mínútur. Saltið því næst. Gott að bera fram með parmaskinku, tómötum og basilmajónesi.

Gómsætt gnocchi að hætti Borðsins.
Gómsætt gnocchi að hætti Borðsins. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert