Ítalskt

Pasta pomodoro a la Ása Regins

20.11. Gott pasta er í miklu uppáhaldi hjá matgæðingnum Ásu Regins sem býr á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Hér deilir hún einfaldri uppskrift að pasta pomodoru eða tómatpasta sem er í senn afar einföld en stórkostlega góð. Meira »

Ómótstæðileg föstudagspítsa

19.10. Hér gefur að líta föstudagspítsu sem ætti engan að svíkja enda er hún eins ítölsk og þær geta framast orðið. Fullkomin á föstudegi sem þessum... Meira »

Bollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

12.9. Hvað er bollu spagettí kunna margir að spyrja en því verður fljótsvarað og svarið ætti engan að svíkja...  Meira »

Pasta sem passar með öllu

4.9. Þetta verður að smakkast! Þessi pastaréttur er hinn fullkomni réttur sem verður ekki auðveldari í framkvæmd.   Meira »

Heimsins besta lasagne

4.9. Þessa uppskrift er tilvalið að gera um helgi, þegar þú ert í rólegheitunum heima og ekkert að flýta þér. Leyfir sósunni að malla í fleiri tíma á ítalska vísu. Meira »

Alvöru ítalskt carbonara

28.8. Við elskum allt sem kemur úr ítölsku eldhúsi eins og carbonara með beikoni og parmesan. Og ef maður vill gera vel við sig er tilvalið að splæsa í eitt hvítvínsglas til að fullkomna máltíðina. Meira »

Pastasósa a la Kourtney Kardashian

3.8. Pastaréttir eru oftast auðveldir og fljótlegir að framreiða og henta því oft í svanga maga á stórum heimilum. Fræga fólkið er ekki síður sólgið í slíkan mat því Kourtney Kardashian á sína uppáhaldspastasósu sem hún og börnin hennar þrjú elska og er oft borin fram á þeirra heimili. Meira »

Rigningarpasta með rjómaosti

27.6. Gott pasta gerir allt betra og hér gefur að lita uppskrift sem er algjörlega upp á tíu. Skyldi engan undra enda enginn aukvisi sem á heiðurinn að því. Meira »

Auðveldasta lasagna í heimi

5.6. „Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessa uppskrift mína og þið munuð sannfærast. Það þarf ekki einu sinni að skera niður hráefnin. Og það sem er best er að það er búið til frá grunni úr 100 % fersku hráefni og grænmeti.“ Meira »

Fullkomið lasagne Evu Laufeyjar

22.5. Konan sem átti vinsælustu uppskriftina á Matarvefnum í fyrra er hér mætt með sjóðheita lasagna uppskrift sem hún fullyrðir að sé fullkomin. Meira »

Óveðurspasta sem er löðrandi í osti

20.5. Þegar elda á almennilegan kósímat er fátt meira viðeigandi en þessi skemmtilega útgáfa af hinu klassíska lasagna. Hér er notast við ostafyllt ravíólí og heilan helling af osti sem gerir þessa uppskrift svo ómótstæðilega að það er eiginlega nauðsynlegt að arka út í búð og kaupa það sem í hana vantar. Meira »

„Ef það væri boðið upp á einn pastarétt í himnaríki, þá væri þetta hann“

15.5. Hinir sí-svölu Grillfeður eru hér með uppskrift að klassískum rétt sem þeir fullyrða að sé með því besta sem hægt er að bjóða upp á. Þeir ganga meira að segja svo langt að fullyrða að „ef það væri boðið upp á einn pastarétt í himnaríki, þá væri þetta hann.“ Meira »

Lúxus spaghetti bolognese

1.5. Spaghetti bolognese er ein af þessum klassísku máltíðum sem allir elska - jafnt ungir sem aldnir. Hann hefur sameinað fjölskyldur í gegnum árin og mun halda því ótrauður áfram. Meira »

Sítrónupasta Sophiu Loren

25.4. Ekki verður annað séð en að það sé fullkominn dagur í dag til að elda gómsætt pasta og þá er ekki úr vegi að skella í þetta dásamlega sítrónupasta sem kemur úr smiðju engrar annarrar en Sophiu Loren. Meira »

15 mínútna fettuccine heilsumarkþjálfans

11.4. Það er hreinræktaður fettuccine dagur á Matarvefnum í dag og hér gefur að líta uppskrift sem sameinar osta, stökkt blómkál og almenna hollustu. Meira »

Einföld og fljótleg lasagna uppskrift

10.4. Hér gefur að líta uppskrift að lasagna sem er fullkomin í kvöldmatinn. Einföld og fljótleg - svo að ekki sé minnst á að hún er sérlega bragðgóð. Meira »

Extra ítölsk hráskinkupítsa

2.3. Þetta tilbrigði við hefðbundna pítsu er undir sérlega ítöskum áhrifum enda fátt ítalskara en hráefnin í henni.   Meira »

Einfalt en ómótstæðilegt pasta

21.8. Þetta er það sem kallast neglu-pasta þar sem það getur ekki klikkað. Það inniheldur heilan haug af parmesanosti og fersku basil, en punkturinn yfir i-ið eru rækjurnar en fátt er betra en pasta með rækjum – hvað þá ef þær teljast risarækjur. Meira »

Ofureinfalt kjúklinga Alfredo pasta

25.7. Þetta dásamlega pasta er hinn fullkomin réttur hvaða dag vikunnar sem er. Ekki hefur enn fundist sú manneskja sem þykir rétturinn ekki góður og börn eru jafn hrifin af honum sem og fullorðnir. Meira »

Fljótlegt spaghettí með kjúklingi í bragðmikilli sósu úr sólþurrkuðum tómötum

25.6. Þetta gómsæta spaghettí er fullkomið á fallegum degi. Hér eru tómatar í lykilhlutverki, bæði kirsuberjatómatar og sólþurrkaðir. Meira »

Druslupasta Nigellu

23.5. Áður en þið takið andköf af hneykslan og hryllingi ber að útskýra þessa fyrirsögn en hún er komin frá Nigellu sjálfri.  Meira »

Kjúklingapasta á einfalda mátann

20.5. Nú fá margir vatn í munninn við það eitt að ímynda sér hversu dásamlega bragðgóður þessi réttur er. Einfaldur, góður og merkilega fljótlegur og huggulegur. Meira »

Ítalskar kjötbollur með ricotta og beikoni

18.5. Ítalskar kjötbollur slá alltaf í gegn enda mikið lostæti. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Sigurveigar Káradóttur sem þykir mikill meistarakokkur. Meira »

Sikileyjarpítsa með pistasíum og chili bearnaise

4.5. Það er komið að Tödda að brasa en boðið er upp á Sikileyjarböku með pistasíum og chili bernaise. Að sögn Tödda - sem heitir fullu nafni Þröstur Sigurðsson er hann búinn að vera með Sikiley á heilanum frá 2016 en þar lærði hann að meta pítsur sem þessa. Meira »

Kjötbollur með mozzarella og basiliku

26.4. Þessar kjötbollur eru eitthvað sem allir verða að prófa enda erum við að tala um að þær eru mozzarellafylltar. Það er jafnvel spurning um að skella sér í ákveðna stórverslun í Garðabæ til þess að kaupa risapoka af mozzarella til að geta gætt sér á þessum dásemdarrétt reglulega. Meira »

Ítalskt kjúklingapasta

18.4. Pasta er sívinsælt og þessi uppskrift er nánast vandræðalega einföld en um leið svo undur bragðgóð. Í uppskriftinni er upprunalega kveðið um kjúklinga- eða kalkúnahakk en það er eiginlega betra að rífa niður kjúkling - fremur smátt. Meira »

Sjúklegt sveppapasta

11.4. Þessi pastaréttur er klárlega ekki fyrir fólk sem er illa við sveppi eða rjóma. Hann er hins vegar fullkomin fyrir þá sem vita fátt betra en löðrandi dásamlegt pasta sem bráðnar í munninum. Nánast eins og að vera komin til Ítalíu í huganum. Meira »

Pasta í parmesanrjómasósu með hráskinku, mozzarella og basiliku

3.4. Það vita flestir matgæðingar að nauðsynlegt er að trappa sig rólega niður eftir páskafríið. Því er gott að staldra aðeins við á Ítalíu og fá sér smá gourmet pasta með parmesan og hráskinku. Meira »

Einfaldur ítalskur kjúklingur í mozzarellabaði

25.1. Ostur, ostur, ostur, ostur, ostur ooo hvað ostur er góður. Bræddur, bakaður, stökkur, mjúkur, grillaður, steiktu ó ostur! Þessi kjúklingaréttur er í raun afsökun fyrir því að baka mikið af osti! Virkilega góður réttur sem er ekki síðri daginn eftir. Meira »