Svepparisotto að hætti Svövu

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Risotto er mikið sælgæti og hér erum við með uppskrift frá Svövu Gunnars sem kemur upprunalega frá Mathúsi Garðabæjar.

Fallega matarbloggið hennar Svövu, Ljúfmeti og lekkerheit, er hægt að nálgast HÉR.

Risotto – uppskrift frá Mathúsi Garðabæjar

  • 200 g risotto-grjón
  • 25 g skalot-laukur
  • 500 ml kjúklingasoð
  • 100 g flúðasveppir
  • 20 g villisveppir
  • 50 g parmesan
  • 50 ml rjómi
  • salt og pipar

Brúnið laukinn létt í potti eða pönnu og setjið grjónin svo út í ásamt kjúklingasoðinu og sjóðið þar til þau verða léttelduð eða í um 10 mínútur. Brúnið næst sveppina á sér pönnu og setjið svo út í grjónin ásamt rjómanum og rifnum parmesan. Smakkið til með salti og pipar.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert