Heimsins besta lasagne

mbl.is/Valdemarsro

Þessa uppskrift er tilvalið að gera um helgi, þegar þú ert í rólegheitunum heima og ekkert að flýta þér. Leyfir sósunni að malla í fleiri tíma á ítalska vísu. Við mælum líka með að tvöfalda uppskriftina að lasagne-sósunni og geyma helminginn í frysti þar til seinna.

Heimsins besta lasagne

 • 2 laukar, hakkaðir
 • 2 msk ólífuolía
 • 500 g hakk
 • 2-4 hvítlauksrif
 • 2 tsk þurrkað óreganó/timían
 • 4 gulrætur, rifnar gróft
 • 4-5 selleríleggir, skornir
 • 1 kúrbítur, rifinn
 • 1 dl tómatpúrra
 • 2 dósir hakkaðir tómatar
 • 1 dl rauðvín (má sleppa)
 • (það má einnig bæta við eggaldini eða öðru grænmeti sé þess óskað)
 • salt og pipar
 • vatn eða grænmetisteningur ef sósan er látin malla í langan tíma

Ostasósa:

 • 2 msk smjör
 • 2 msk hveiti
 • 3 dl mjólk
 • múskat
 • 1 dl mildur ostur eða 125 g ferskur mozzarella

Annað:

 • Lasagneplötur
 • Rifinn ostur eða ferskur mozzarella

Aðferð:

 1. Lasagnesósa: Steikið hakkaða laukinn á pönnu við miðlungshita þar til laukurinn er orðinn gylltur og gegnsær. Bætið kjötinu út á pönnuna og hækkið undir. Þegar kjötið er tilbúið má lækka aftur undir pönnunni og setja afganginn af hráefnunum út í. Leyfið sósunni að malla með loki á pönnunni í það minnsta 2 tíma, 4-6 tímar væri fullkomið. Það má vel bæta við chili, papríku eða öðru sem hugurinn girnist. Smakkið sósuna til og bætið við vatni eða grænmetiskrafti ef þörf er á. Þegar sósan er tilbúin og grænmetið orðið vel mjúkt, smakkið þá til með salti og pipar.
 2. Ostasósa: Setjið eina góða matskeið af smjöri í pott og bræðið. Pískið hveiti saman við smjörið þar til það verður einn klumpur. Bætið þá mjólkinni smám saman út í og ekki hætta að hræra í á meðan. Því næst kemur osturinn út í. Þegar osturinn er bráðnaður smakkast sósan til með múskati, salti og pipar.
 3. Samsetning: Smyrjið eldfast mót. Byrjið á að setja ostasósu í botninn, því næst lasagnesósu og plötur. Gerið til skiptis og endið á ostasósu. Dreifið rifnum osti yfir og setjið á blástur í ofn við 200° í 25 mínútur. Berið fram með góðu brauði eða salati.
mbl.is