Snorri tók uppskriftina upp á næsta stig

Pastaréttur sem ærir bragðlaukana.
Pastaréttur sem ærir bragðlaukana. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Ef þú ert sólginn í pasta - þá er þetta réttur sem þú vilt ekki missa af. Hér sjáum við ítalskt bolognese með steiktri parmaskinku og bræddum mozzarella í boði Snorra hjá Matur og myndir.

„Að steikja parmaskinkuna bætir mjög miklu við þennan rétt, bæði í áferð og bragði. Og að rífa mozzarellakúlur yfir réttinn áður en maturinn er borinn fram, er algjör negla,” segir Snorri.

Pastaréttur sem ærir bragðlaukana

 • 300 g ungnautahakk
 • 1 hvítlauksrif
 • 70 g parmaskinka
 • 8 grænar ólífur
 • 180 g spaghetti
 • 200 g niðursoðnir tómatar
 • 90 ml rjómi
 • 30 g parmesan
 • 1 stk. súrdeigs baguette
 • 50 g rifinn mozzarella
 • 10 stk. mozzarella-kúlur
 • 1.5 msk. tómatpúrra
 • 1/2 msk. nautakraftur (Oscar)
 • 2 tsk. Herbs Provence kryddi frá Pottagöldrum
 • 5 g breiðblaða steinselja

Aðferð:

 1. Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu.
 2. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita. Rífið Parma skinku í bita og steikið þar til hún er stökk. Geymið.
 3. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita. Bætið hakki út á pönnuna og steikið þar til hakkið er fulleldað. Pressið hvítlauksrif út á pönnuna og steikið í stutta stund. Bætið við tómatpúrru, nautakraft og herbs provence. Steikið í stutta stund. Sneiðið ólífur og bætið út á pönnuna.
 4. Bætið niðursoðnum tómötum og rjóma út á pönnuna. Rífið helminginn af parmesan ostinum saman við og látið malla undir loki á meðan pasta er soðið. Smakkið til með salti.
 5. Bætið spaghetti út í sjóðandi vatnið og sjóðið í um 9 mín eða þar til spaghetti'ið er mjúkt en þó með smá biti (al dente). Geymið smá pastavatn ef þarf til þess að þynna sósuna.
 6. Skerið brauð í tvennt og smyrjið með smá smjöri. Rífið svolítinn parmesan ost yfir og dreifið svo mozzarella osti yfir. Bakið í miðjum ofni á 200°C grill stillingu þar til osturinn er fallega bráðinn og gylltur.
 7. Bætið spaghetti út í kjötsósuna og blandið vel saman. Notið pastavatn til að þynna sósuna ef þarf.
 8. Saxið steinselju hrærið saman við réttinn á pönnunni ásamt steiktri parmaskinku og mozzarellakúlum. Rífið restina af parmesan yfir.
 9. Berið fram með góðu salati.
mbl.is