Einfalt en ómótstæðilegt pasta

Þetta er það sem kallast neglu-pasta þar sem það getur ekki klikkað. Það inniheldur heilan haug af parmesan-osti og fersku basil, en punkturinn yfir i-ið eru rækjurnar en fátt er betra en pasta með rækjum – hvað þá ef þær teljast risarækjur. 

Sítrónu-risarækjuspagettí

 • 250 g De Cecco spagettí
 • 400 g litlar tígrisrækjur
 • salt og pipar
 • 1 dl olía
 • börkur af 1 sítrónu
 • safi úr 2 sítrónum
 • ½ bolli ólífuolía
 • ¾ rifinn parmesan-ostur
 • ½ bolli pastasoð
 • ferskt basil

Aðferð:

 1. Spagettíið er soðið í miklu vatni þangað til það er orðið „al dente“, það er þegar spagettíið er næstum því tilbúið, smá stíft enn þá.
 2. Risarækjurnar eru kryddaðar með salti og pipar og steiktar á pönnu þangað til þær eru bleikar í gegn.
 3. Í stóra fallega skál rífið þið börkinn af 1 sítrónu og kreistið svo safann úr 2 sítrónum.
 4. Bætið ½ bolla af ólífuolíu í skálina ásamt parmesan-ostinum, hrærið saman.
 5. Setjið spagettíið í skálina ásamt ½ bolla af pastasoði, hrærið saman.
 6. Setjið ferskt basil á pastað eftir smekk.
mbl.is