Lasagna með glæpsamlega miklum osti

Lúxus útgáfa af lasagne með glæpsamlega miklum parmesan osti í …
Lúxus útgáfa af lasagne með glæpsamlega miklum parmesan osti í boði Snorra. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Lasagne er eflaust réttur sem allir á heimilinu elska. Hér er lúxusútgáfa af þessum vinsæla rétti sem Snorri Guðmunds segir vera með glæpsamlega miklum parmesanosti – og við elskum það!

„Það skiptir rosalega miklu máli að nota góðar pastaplötur þegar maður gerir lasagna en mér þykir þær frá Filotea mjög góðar eða þá fersku plöturnar frá Rana,“ segir Snorri.

Lúxuslasagna með glæpsamlega miklum osti

 • Nautahakk, 500 g
 • salsicciapylsur, 300 g (Tariello). Fást frosnar í Hagkaup, Krónunni og Melabúðinni
 • lasagnaplötur eftir þörfum, ég notaði plöturnar frá Filotea, fást í Hagkaup
 • laukur, 1 stk
 • sellerí, 30 g
 • hvítlauksrif, 3 stk
 • tómatpúrra, 2 msk
 • hvítvín, 150 ml
 • San Marzano-tómatar, 2 dósir, má nota venjulega líka
 • nautakraftur, 1 teningur
 • ítalskt krydd, 1,5 msk (Kryddhúsið)
 • nýmjólk, 600 ml
 • hveiti, 4 msk
 • smjör, 60 g
 • múskat, 2 ml
 • parmesan- eða pecorino-ostur, 50 g + meira til hliðar
 • pítsuostur, 100 g

Aðferð:

 1. Saxið lauk og sellerí mjög smátt. Takið utan af salsicciapylsunum og stappið kjötið með gaffli.
 2. Hitið olíu á pönnu eða í steypujárnspotti, steikið nautakjöt og kjötið úr pylsunum þar til það er nánast fulleldað. Þetta er best að gera í 2-3 skömmtm svo kjötið steikist sem best. Setjið á disk til hliðar og geymið.
 3. Bætið við ögn af olíu í pottinn ef þarf og steikið lauk og sellerí þar til laukurinn er glær og farinn að mýkjast. Pressið þrjú hvítlauksrif saman við og steikið áfram í smástund.
 4. Bætið tómatpúrru út í pottinn og steikið í nokkrar mínútur. Bætið hvítvíni út í pottinn og látið sjóða niður í smástund.
mbl.is/Snorri Guðmundsson
mbl.is