Pasta pomodoro a la Ása Regins

Pasta pomodoro að hætti Ásu.
Pasta pomodoro að hætti Ásu. mbl.is/Instagram

Gott pasta er í miklu uppáhaldi hjá matgæðingnum Ásu Regins sem býr á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Hér deilir hún einfaldri uppskrift að pasta pomodoru eða tómatpasta sem er í senn afar einföld en stórkostlega góð. Sjálf segir Ása að allir verði að kunna þessa uppskrift því þetta sé ein mesta klassík sem til sé. 

Instagram-síðu Ásu er hægt að nálgast HÉR.

Pasta pomodoro - alvöru ítalskt tómatpasta

Uppskrift:

Þú einfaldlega hellir vel af OLIFA á pönnu (ekki steikingarolíunni því við erum að gera sósu, ekki steikja). Skerð hvítlauk niður og leyfir honum að veltast upp úr olíunni, mjög mikilvægt að brenna hann ekki. Næst skerðu rauða góða tómata í bita og bætir þeim á pönnuna.

Leyfir svo öllu að malla vel saman þar til orðið að sósu. Mátt bæta ferskri basiliku við en ég átti hana ekki og það skaðar engan.

Sýður vatn og saltar vatnið þegar suðan er komin upp og sýður svo pastað skv. leiðbeiningum, mínus tvær mínútur. 
Blandar pastanu svo saman við sósuna á pönnunni og leyfir að malla í þessar tvær mínútur sem vantar upp á að pastað verði tilbúið.

Pastað er svo borið fram með parmesanosti og allir alsælir.

Ása ásamt fjölskyldu sinni.
Ása ásamt fjölskyldu sinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert