Bragðmiklar hasselback-kartöflur með osti og bökuðum rauðlauk

Meðlæti skiptir gríðarlega miklu máli eins og gefur að skilja og hasselback kartöflur skora alltaf hátt enda er allt gott sem inniheldur mikið af góðum ostum eins og þessi réttur gerir.
Bragðmiklar hasselback-kartöflur með osti og bökuðum rauðlauk
Fyrir 6
 • 600-800 g smáar kartöflur
 • 2 vænir rauðlaukar
 • bragðmikill stífur ostur,
 • (t.d. Óðals, Tindur eða sterkur Gouda)
 • 100 g smjör, brætt
 • salt og pipar
 • steinselja til skrauts

Aðferð:

 1. Skerið þunnar rifur í kartöflurnar og gætið þess að skera ekki alla leið í gegn.
 2. Skerið ostinn í litla bita og stingið 3-4 bitum í hverja kartöflu.
 3. Leggið kartöflurnar í eldfast mót og setjið laukinn í bátum inn á milli.
 4. Hellið bræddu smjöri yfir allt saman og kryddið með salti og pipar.
 5. Bakið við 180 gráður í 40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn.
 6. Stráið steinselju yfir og berið fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »