Gullfallegt áramótaborð á nokkrum mínútum

Heimaföndrað skilti með ártali kostar lítið annað en blöð,vatnsliti og …
Heimaföndrað skilti með ártali kostar lítið annað en blöð,vatnsliti og smá tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kvöld og annað kvöld fagna landsmenn áramótunum víða með girnilegum og gleðilegum gamlárs- og nýársboðum. Hér koma nokkur skotheld ráð til að dekka lekkert borð og lifa veisluna af án þess að standa í mikilli vinnu eða fjárútlátum. 

Nr. 1. Fallegur dúkur getur breytt miklu og setur í raun tóninn. Þessi fagri dúkur er frá Södahl og fæst í Húsgagnahöllinni. Ekki er óalgengt að fólk sé með marga í mat í kvöld og þurfi því að bæta aukaborði við borðstofuborðið en eigi ekki endilega dúk á herlegheitin. Þá má redda sér með rúmfötum, laki eða með því að kaupa tvö sturtuhengi í líflegum lit. Svo má víða leigja hvíta dúka. Mér hefur fundist best að kaupa eins dúk og mamma á og plata hana svo til að lána mér sinn! 

Nr 2. Hnífapörin. Ekki kippa þér upp við það þótt þú eigir ekki eins hnífapör handa öllum. Það má líka vel fá lánuð pör og blanda þeim. Smart og afslappað!

Nr 3. Vertu með uppþvottavélina tóma og settu forréttadiskana strax í hana eftir að forréttinum lýkur. Þannig geturðu notað þá aftur undir eftirréttinn.

Nr 4. Hugsaðu út fyrir borðstofuna. Hrein handklæði, nægur klósettpappír, útikerti, glimmer á tröppurnar og í klakaboxið eru smáhlutir sem gera veisluna mun ánægjulegri.

Nr 5. Borðskraut. Notið endilega það stofustáss sem til er. Lekkerar plöntur, styttur, áramótahattar og knöll og jafnvel kampavínsflaska sé splæst í hana eru skemmtilegt borðskraut í bland við kerti og fallegar servíettur.  Hér voru notaðar ódýrar gylltar servíettur frá Paper design.

Hnífapörin þurfa alls ekkiað vera sett.Bitz diskarnir koma vel útmeð …
Hnífapörin þurfa alls ekkiað vera sett.Bitz diskarnir koma vel útmeð glærum diskum frá Iitala og gylltu servéttum. mbl.is/ Kristinn Magnússon
Skemmtilegar styttur og skrautmunir geta vel orðið borðskraut.
Skemmtilegar styttur og skrautmunir geta vel orðið borðskraut. mbl.is/ Kristinn Magnússon
Kampavínsstútar eru skemmtilegir fylgihlutir.
Kampavínsstútar eru skemmtilegir fylgihlutir. mbl.is/
Splæst var í partýpakka með höttum ofl í Krónunni og …
Splæst var í partýpakka með höttum ofl í Krónunni og það notað sem borðskraut. mbl.is/ Kristinn Magnússon
Jólaskraut á útsölu í Byko varð diskaskraut og fer svo …
Jólaskraut á útsölu í Byko varð diskaskraut og fer svo á jólatréið á næsta ári. mbl.is/ Kristinn Magnússon
Áramótakokteilinn í ár er einfaldur og lekker með bleiku aldinvatni, …
Áramótakokteilinn í ár er einfaldur og lekker með bleiku aldinvatni, gini og tonic. mbl.is/ Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert