Léttur jógúrtís sem gott er að grípa í

Ef þetta er ekki girnilegt þá veit ég ekki hvað.
Ef þetta er ekki girnilegt þá veit ég ekki hvað. mbl.is/Berglind Hreiðars/Gotteri.is

Þó að það sé almennur aðhaldstími þýðir ekki að lífið sé tóm leiðindi. Þvert á móti er þetta stórkostlegur tími til að prufa sig áfram í eldhúsinu og búa til eitthvað sem maður hefur mögulega ekki smakkað áður, eins og þennan létta jógúrtís sem Berglind Hreiðars á Gotteri.is á heiðurinn að.

Ísinn er með hrákökubotni og er alveg hreint sjúklega girnilegur. Hún segir að gott sé að eiga hann í frysti og taka út bita og bita í senn.

Léttur jógúrtís

Botn

  • 120 g döðlur
  • 90 g brasilíuhnetur
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 2 msk. kókosmjöl
  • 3 tsk. vatn

Aðferð:

  1. Allt sett saman í matvinnsluvél og unnið þar til þéttur massi.
  2. Setjið um eina matskeið í hvert pappaform og þrýstið yfir botninn.

Jógúrtís

  • 2 x létt vanillujógúrt
  • 1 ½ dl þeyttur rjómi
  • 1 banani
  • 10 fersk jarðarber + meira til skrauts ef þess er óskað

Aðferð:

  1. Maukið saman banana og jarðarber í blandara.
  2. Blandið jógúrti saman við þeyttan rjómann.
  3. Hellið ávaxtamaukinu saman við jógúrtblönduna og hrær þar til vel blandað.
  4. Skiptið niður í pappaformin með því að hella yfir hrákökubotninn.
  5. Skerið niður jarðarber og setjið á toppinn sé þess óskað, ekki nauðsynlegt.
  6. Frystið í nokkrar klukkustundir (yfir nótt) og losið þá úr formunum.
  7. Gott að geyma í boxi í frystinum og ná sér í einn og einn ís þegar gera á vel við sig.

Það er æðislegt að eiga molana í frystinum og grípa þegar sykurþörfin kallar. Gott að leyfa ísnum að standa í nokkrar mínútur til að mýkja hann upp áður en hans á að njóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert