Siggi Hall verður yfirkokkur

Matreiðslumeistarinn Siggi Hall missir aldrei af góðu teiti.
Matreiðslumeistarinn Siggi Hall missir aldrei af góðu teiti.

Margir af þekktustu matreiðslumönnum landsins mun koma saman á laugardaginn í styrktarkvöldverði sem haldinn verður fyrir Fjólu Röfn Gaðrarsdóttur. Sjálfur Siggi Hall verður yfirkokkur.

Það er faðir Fjólu, Garðar Aron Guðbrandsson ásamt Fannari Vernharðssyni, sem hafa útbúið fimm rétta seðil ásamt sérvöldum vínum en þeir standa vaktina alla jafna saman á Mathúsi Garðabæjar en viðburðurinn fer fram í Glersalnum í Kópavogi.

Samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins verður mikið lagt í viðburðinn og skemmtiatriði ekki af verri endanum.

Eina barnið á Íslandi með heilkennið

Fjóla Röfn Garðarsdóttir er 3 ára stelpa sem er með heilkenni sem heitir Wiedemann Steiner syndrome eða WSS. Fjóla er eina barnið á Íslandi með þessa greiningu og ein af fáum í heiminum þar sem heilkennið er frekar nýlega uppgvötað.

Fjóla Röfn hefur alltaf borið einkenni þess að vera ekki alveg eins og öll hin börnin en fyrsta einkennið var það að hún fæddist lítil og létt og vildi ekki nærast. Hún þótti líka með sérstakt útlit; skásett augu, stórar augabrúnir, loðnar hendur og bak, og margt fleira. Fjóla þroskaðist mun hægar en eðlilegt þykir og byrjaði sem dæmi ekki að ganga fyrr en hún var rúmlega tveggja ára. Það var ekki fyrr en að Fjóla var orðin tveggja ára sem foreldrar hennar fengu loks greiningu en þá var niðurstaðan WSS. Heilkennið orsakast af stökkbreytingu á MLL geni á litning 11.

Meistaraliðið mætir

Það eru nokkrir af færustu matreiðslumönnum landsins sem munu standa vaktina í eldhúsinu en þeir eru jafnframt vinir foreldra Fjólu. Þeirra helsta má nefna Sigurð Kristinn Haraldsson Laufdal, yfirkokk á Grillinu, Jóhannes Steinn Jóhannesson, yfirkokk á Jamies Italian, Bjarni Siguróli Jakobsson, fulltrúa Íslands í Bocouse d´or 2019 og Snorria Victor Gylfason, yfirkokk á VOX auk Fannars Vernhvarðssonar og Garðars Arons Guðbrandssonar, yfirkokka á Mathúsi Garðarbæjar. Yfirkokkur kvöldsins verður Siggi Hall.

Allir sem koma að kvöldinu munu gefa vinnu sína og mun allur ágóðinn af kvöldinu renna til styrktarsóðsins.

Styrktaraðilar kvöldsins eru Hafið, INNNES, MATA, Nýja Kökuhúsið, Kjarnafæði, Sælkeradreifing, Skúbb Ísgerð, Ölgerðin, Vínnes, Mathús Garðabæjar, Kjötkompaní, Haugen og North Atlantic.

Matseðillinn:

Hörpuskel úr Ísafjarðardjúpi - Svartrót, eggjakrem, hrogn

Uxabrjóst - Stökkar kartöflur, svartur hvítlaukur, ostur

Bleikja-reykt og grafin - Karmelluð mjólk, hnetumæjó, spekk

Nautalund - Rauðrófur, grænkál, ponzu gljái

Mjólkursúkkulaði - Herslihnetur, saltkaramelluís, brúnað smjör

Hér má nálgast Facebook-síðu viðburðarins.

Falleg mynd af Fjólu Röfn Garðarsdóttur, en styrktarkvöldverður verður haldinn …
Falleg mynd af Fjólu Röfn Garðarsdóttur, en styrktarkvöldverður verður haldinn fyrir hana þann 20. janúar. mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert