Heimalagaður happy hour

Fljótlegur veislukostur sem rann hratt niður í gesti.
Fljótlegur veislukostur sem rann hratt niður í gesti. mbl.is/TM

Margir kannast við að vilja gjarnan bjóða oftar heim en finnst umstangið draga úr. Það er ágætishugmynd að bjóða heim í gleðistund eða „happy hour“ í stað kvöldverðar. Það kallar á einfaldari veitingar og fólk er alla jafnan farið í fyrra lagi en hefðbundin happy hour er beint eftir vinnu. 

Hér koma nokkrar hugmyndir að léttum veitingum í slíkt heimaboð en plokkfisk-snitturnar renna ávallt ljúflega niður og eru hollari veitingar en margt annað. Ekki er verra að börnunum finnst þær æði.

Apperol Spritz-kokteilinn er í sérlegu uppáhaldi hjá heiminum öllum og hefur verið síðustu ár. Hann er því sniðugur með og þeir sem ekki vilja hann geta látið freyðivínið duga. 

Hráefni
3 hlutar freyðivín, þurrt (helst prosecco)
2 hlutar Aperol 
1 hluti sódavatn

Aðferð
Glasið fyllt með ís og skreytt með sneið af appelsínu.

Rúgbrauð með aðkeyptum plokkfisk, svörtum pipar og súrum gúrkum er ...
Rúgbrauð með aðkeyptum plokkfisk, svörtum pipar og súrum gúrkum er gott nasl. Sérstaklega með mjólk eða köldum bjór. mbl.is/TM
Ostur með sírópslegnum fíkjum (eða hunangi) og pekanhnetum. Osturinn er ...
Ostur með sírópslegnum fíkjum (eða hunangi) og pekanhnetum. Osturinn er bakaður í ofni í 15-20 mínútur við 180 gráður og borinn fram með kexi eða ristuðu súrdeigsbrauði. mbl.is/TM
Flatkökur með rjómaosti, pestó og litlum tómötum.
Flatkökur með rjómaosti, pestó og litlum tómötum. Mbl.is/TM
Fersk ber, handskornar kartöfluflögur og ídýfa úr grísku jógúrti, hunangi ...
Fersk ber, handskornar kartöfluflögur og ídýfa úr grísku jógúrti, hunangi og kryddum. mbl.is/TM
mbl.is