Ofnbakaðar kjötbollur sem allir elska

mbl.is/Eldhússögur

Einn uppáhaldshversdagsrétturinn heima hjá Svövu Gunnarsdóttur sem er með matarbloggið ljufmeti.com eru þessar ofnbökuðu kjötbollur.

Ofnbakaðar kjötbollur

  • 450 g nautahakk
  • 2 egg
  • ½ bolli mjólk
  • ½ bolli rifinn parmesanostur
  • 1 bolli brauðmylsna
  • 1 lítill laukur, hakkaður smátt eða maukaður með töfrasprota
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • ½ tsk. oreganó
  • 1 tsk. salt
  • nýmalaður pipar
  • 1/4 bolli hökkuð fersk basilika eða ½ msk. þurrkuð

Aðferð:

Hrærið eggjum og mjólk saman og setjið brauðmylsnuna út í. Setjið öll hráefnin saman í skál og bætið eggjablöndunni við. Blandið öllu vel saman með höndunum eða með hnoðaranum á hrærivél. Mótið bollur og raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Bakið við 180° í ca 30 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn og komnar með fallega húð.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert