Hámarkaðu líftíma kertisins

Kerti frá Vigt.
Kerti frá Vigt. Guðfinna Magnúsdóttir

Áttu fokdýrt ilmkerti sem þú vildir helst að myndi loga að eilífu? Þá er eins gott að þú lesir þennan lista gaumgæfilega því hann inniheldur öll heitustu kertatrixin í bænum.

Snyrtu kveikinn í hvert skipti.

Loginn verður umstalsvert bjartari og hreinni fyrir vikinn. Afgangs kolefni getur setið á ósnyrtum kveiknum sem veldur litlausari loga sem sótar frekur. Sótið sest líka innan á krukkuna og á veggina og ber vitni um að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að gera.

Fyrsta skiptið er það mikilvægasta.

Vissir þú að kerti muna allt... eða hafa svokallað vaxminni og því líkja þau alltaf eftir því hvernig þau brunnu í fyrsta skiptið (það eru engar vísindalegar rannsóknir á bak við þessar fullyrðingar) og því skal brenna kertið í eina klukkustund fyrir hverja þrjá sentimetra í fyrsta skiptið sem kveikt er á því. Fyrir þá sem trúa ekki á vaxminnið þá er samt rökrétt að það skipti málið að kerti brenni jafnt í fyrsta skiptið enda ekkert ljótara (og meiri peningasóun) en fallegt kerti sem holast bara niður og eyðileggst þannig. Ef að kertið þitt er sex sentimetrar í þvermál skal hafa kveikt á því í tvær klukkustundir.

Fáðu þér kerti með mörgum kveikum ef þú nennir ekki veseni.

Ef þú nennir ómögulega að hafa kveikt á kertinu í marga klukkutíma í fyrsta skiptið skaltu kaupa auðveldari kost sem er fjölkveikja-kerti. Sannkallaður tungubrjótur en virkar vel. Ef að kertið er bara með einn kveik og er meira en 12 sm í þvermál varstu að kaupa köttinn í sekknum. Loginn af einum kveik getur aldrei brætt allt vaxið og það verður alltaf ljótt.

Ekki hafa kertið þar sem loftið er á hreyfingu.

Kerti sem eru nálægt gluggum, viftum eða þar sem er mikil hreyfing veða fyrir stöðugu áreiti sem veldur reykmyndun, sótmyndun og almennum leiðinlegheitum auk þess sem kertið brennur miklu hraðar upp. Leyfðu kertinu þínu að vera í ró og næði þar sem því líður best. Hættu að nota kertið þegar það er enn sentimetri eftir af því. Þetta kann mörgum að þykja argasti þvættingur en það sem getur gerst (nokkuð auljóslega) þegar kerti brennur niður er að krukkan hitnar og getur valdið hitaskemmdum. Það viljum við alls ekki og því ber að varast þetta (nú eða setja hitaplatta undir á síðustu sentimetrunum.

Frystu krukkuna til að ná út afgangsvaxinu.

Ef þú vilt eiga krukkuna þá er um að gera að hreinsa hana og ná afgangsvaxinu út. Margir reyna að bræða vaxið út með heitu vatni eða skrapa það upp með eggvopnum. Það er hins vegar óþarfa fyrirhöfn því einfaldasta leiðin er að stinga krukkunni í frysti í nokkra tíma. Það losar vaxið og krukkan verður eins og ný.

Ekki brenna kertið lengur en í fjóra tíma í einu.

Hvort sem þið trúið því eða ekki verða kerti hættuleg ef þau loga of lengi. Það sem gerist er að kolefni safnast á kveiknum og hann verður nánast „sveppalaga.“ Við það verður hann mjög óstöðugur og loginn getur orðið hættulega langur. Við það verður mikil reyk- og sótmengun þannig að ekki láta kertið loga of lengi í einu og leyfðu því jafnframt að kólna í að minnsta kosti tvær klukkustundir á milli.

Aldrei slökkva á vaxkerti með vatni.

Ef að loginn verður of stór skaltu blása á hann. Alls ekki nota vatn þar sem það getur valdið því að heitt vax spýtist út um allt. Þú getur einnig kotað kertakæfi eða hellt matarsóda yfir kertið. Ef það virkar ekki er ekki úr vegi að ná í slökkvitæki og mögulega hringja í 1-1-2 hið snarasta.

Ilmkertin frá Völuspá fást í ýmsum útfærslum, og ilma hvert …
Ilmkertin frá Völuspá fást í ýmsum útfærslum, og ilma hvert öðru betur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert