Djúsí dúfa fyrir ginunnendur

Já já brostu bara! Djúsí dúfukokteill kallar vissulega fram bros.
Já já brostu bara! Djúsí dúfukokteill kallar vissulega fram bros. mbl.is/TM

Verðlaunabarþjónninn Jónmundur Þorsteinsson á Apótekinu er aldrei leiðinlegur þegar kemur að því að fá frísklega kokteiluppskrift. Þessi hitti beint í mark og það verður að segjast að það er allt of sjaldan boðið upp á kokteil í dúfuglösum með myntu- og dillstéli. Allt of sjaldan!

Djúsí dúfa

Innihaldsefni:
1 cm agúrka 
6 myntulauf
22 ml lime-safi
15 ml granateplasíróp
15 ml Rabarbara frá Reykjavík distillery
45 ml Beefeater

Gúrka og mynta eru marin í hristara.
Því næst fara öll innihaldsefnin ofan á gúrku- og myntumaukið í hristarann.
Bætið klaka við og hristið vel saman. 
Síið í gegnum ristina á hristaranum og hellið í skemmtilegt glas. Ekki er verra ef þið eigið eins og eitt dúfuglas! 

Hér fær hið sívinsæla gin exótískan blæ með ávaxtaríkum Rabarbara-líkjör …
Hér fær hið sívinsæla gin exótískan blæ með ávaxtaríkum Rabarbara-líkjör og granateplasírópi. Virkilega gott! mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert