Hin fullkomna Valentínusargjöf er flippuð kvöldstund

Dj Dóra Júlía og Þórunn Antonía taka kvöldverðinn upp á ...
Dj Dóra Júlía og Þórunn Antonía taka kvöldverðinn upp á annað og hressara stig. mbl.is/

Í dag 14. febrúar er Valentínusardagurinn og því ber að fagna ástinni í öllum sínum lit- og blæbrigðum. Í Bandaríkjunum er vinsælt að gefa gjafir á þessum degi en slíkt hefur færst í aukana hérlendis. Konudagurinn er svo á sunnudaginn, 18. febrúar, vilji fólk frekar gefa góða gjöf þá.

Við á Matarvefnum erum alltaf á höttunum eftir frumlegum gjöfum tengdum okkar uppáhaldsþema; mat! Þessi hugmynd sameinar flest sem okkur finnst skemmtilegt. Góðan mat, drykk og almennt flipp svo ekki sé minnst á vinninga!

Á veitingahúsinu Sæta svíninu við Ingólfstorg eru hrikalega hressandi og jafnvel fáránlega fyndin Bingókvöld sem gleðigjafinn og spákonan Sigga Klingenberg stýrir við góðan orðstír. Okkur á Matarvefnum finnst því kjörið að útbúa gjafabréf á óvissuferð handa makanum eða kaupa gjafabréf á Sæta svínið, panta borð í kjallaranum í mat til að tryggja sæti og borða, skála og skella sér svo í Bingó með Siggu Kling. Bingóið er snarklikkað og hresst en erfitt er að fá borð sem áður segir. Fyrir þá sem eru meira fyrir karókí er hægt að gera slíkt hið sama og mæta á karókí með söngdívunni Þórunni Antoníu á miðvikudagskvöldum en þá er einnig sérstakur karókímatseðill.

Hver vill ekki eyða Valentínusarkvöldinu með Siggu Kling?
Hver vill ekki eyða Valentínusarkvöldinu með Siggu Kling? mbl.is/
mbl.is