Landsliðsmaður sem varð óvart kokkur

Þorsteinn er spenntur fyrir kepninni á laugardaginn.
Þorsteinn er spenntur fyrir kepninni á laugardaginn. mbl.is/

Þorsteinn Geir Kristinsson er 22 ára matreiðslumaður á Fiskfélaginu. Hann er einn þeirra fimm sem keppa um titilinn kokkur ársins í Hörpu næstkomandi laugardag en við á Matarvefnum kynnum einn keppanda fram að keppni.

Þorsteinn er frumlegur og heiðarlegur kokkur sem í raun ætlaði sér aldrei að verða kokkur. „Það var nú aldrei planað hjá mér að verða matreiðslumaður en þegar ég sá hvað það var lítið af bóklegu námi þá fannst mér það hljóma mjög vel. Ég var svo heppinn að þekkja hann Lárus Gunnar sem er meistari minn. Hann fékk mig til sín í prufu og þá byrjaði ævintýrið. Í fyrra fékk ég þann heiður að fá að vera í kokkalandsliðinu með mjög góðu fólki og við munum keppa á heimsmeistaramóti í nóvember á þessu ári.“

Spurður um hver sé hans æðsti draumur sem matreiðslumaður segir Þorsteinn það líklega vera að opna sinn eigin stað en hann segist þó vera alsæll á Fiskfélaginu.

Hvert er þitt uppáhaldshráefni? 
„Það er mjög erfitt fyrir mig að velja eitthvað eitt. Í dag er það líklega grasker, einfaldlega því það er svo gott.“

Hver heldur þú að verði mesta áskorunin í keppninni?
Ég er nokkuð viss um að mesta áskorunin verður að vera með besta matinn. Það verður líka áskorun að vera tilbúinn með allt á réttum tíma.“ 

Besta eldhúsráð?
„Besta eldhúsráð sem ég get gefið fólki er að reyna að elda fiskinn sinn aðeins minna en það gerir vanalega. Hann verður betri, lofa því.“

Uppáhaldsveitingastaður hérlendis (fyrir utan þann sem þú vinnur á)?
„Er nokkuð viss um að það sé Sumac. Fer oftast þangað þegar ég fer út að borða. Virkilega skemmtilegur staður með ótrúlega góðum mat. Erlendis væri það án efa Eleven Madison Park í New York sem var valinn besti veitingastaður í heimi árið 2017,“ segir Þorsteinn sem er upprennandi stjarna í íslenskri matreiðslu.

Maturinn á Eleven Madison Park er ekkert slor en staðurinn …
Maturinn á Eleven Madison Park er ekkert slor en staðurinn skartar þremur Michelin-stjörnum. mbl.is/Skjáskot star2com
Þorsteinn Geir Kristinsson er 22 ára matreiðslumaður á Fiskfélaginu. Hann …
Þorsteinn Geir Kristinsson er 22 ára matreiðslumaður á Fiskfélaginu. Hann ætlaðir sér aldrei að verða kokkur en heillaðist af því hversu lítið bóklegt nám tilheyrir matreiðslunáminu. Í dag er hann í landsliðinu í matreiðslu. mbl.is/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert