Kjúklingurinn sem hjálpaði Opruh að missa 20 kíló

Leyndardómurinn er að borða sinn uppáhalds mat eins og þennan …
Leyndardómurinn er að borða sinn uppáhalds mat eins og þennan kjúkling en í holalri útfærslu. mbl.is/Oprah.com

Spjallþáttafrömuðurinn og Weight Watchers-drottningin Oprah Winfrey gaf út fallega matreiðslubók með heilnæmum og hollum réttum á síðasta ári sem ber nafnið Matur, heilsa og hamingja. Í bókinni er að finna 115 hollar og ljúffengar uppskriftir en Oprah hefur misst 20 kíló frá því að hún keypti aðhaldssamtökin Weight Watchers.

Hún segir aðalmálið vera að neita sér ekki um sinn uppáhaldsmat heldur finna hollari útfærslur á uppáhaldsréttunum. Art Smith, fyrrverandi einkakokkur Opruh til margra ára, er snillingur í suðurríkjamatargerð en þar er steiktur stökkur kjúklingur einn vinsælasti rétturinn. Hér hefur Art fundið leið til að baka kjúklinginn svo hann verði dásamlega stökkur en laus við djúpsteikingarfituna. 

Stökki kjúklingurinn sem Oprah elskar 

1 bolli súrmjólk 
1 msk. Louisiana hot sauce eða önnur hot sauce 
2 kjúklingabringur skornar á lengdina 
2 kjúklingalæri
2 kjúklingaleggir
Panko-brauðraspur 
3 msk. rifinn parmesan 
2 tsk. nýmalaður pipar 
1 tsk.
 cayenne-pipar
1 1/2 tsk. laukduft 
1 1/2 hvítlauksduft 
1 tsk. reykt paprika 
1 tsk. salt 
sítrónubátar ef vill 

Hrærið saman í stórri skál súrmjólk og sterku sósunni. Setjið kjúklingabitana í blönduna og geymið í ísskáp í 1-24 klst. 

Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið í zip-lock-poka rasp, parmesan, svartan pipar, cayenne, laukduft, hvítlauksduft, reykt paprikuduft og salt. Lokið pokanum og hristið hann.

Takið kjúklinginn úr sósuleginum og látið aukasósuna leka af. Setjið kjúklinginn beint í pokann með krydd- og brauðmylsnunni. Hristið pokann til að ná jafnri þekju á hann. 

Takið kjúklinginn úr pokanum og leggið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í ofni þar til hann er bakaður í gegn eða um það bil 20-30 mínútur. Berið fram með sítrónubátum ef smekkurinn leyfir. 

Þessi uppskrift er úr bókinni Food, Helath and Happiness.

Steikti kjúklingurinn sem að sögn Opruh heldur henni við efnið …
Steikti kjúklingurinn sem að sögn Opruh heldur henni við efnið og kemur í veg fyri að hún dembi sér í djúpsteikt. mbl.is/Flatironbooks
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert