Svona lítur GOTT í Reykjavík út

Staðurinn er rúmgóður og kósí í senn.
Staðurinn er rúmgóður og kósí í senn. Hanna Andrésdóttir

Það er alltaf gaman að sjá hvernig veitingastaðir líta út eftir opnun og hér gefur að líta veitingastaðinn GOTT sem opnaði í Reykjavík á dögunum. Veitingastaðurinn er staðsettur á Reykjavík Konsúlat hótelinu í Hafnarstræti og verður ekki annað sagt en að hann komi vel út.

Hlýleikinn er mikill en jafnframt er að finna veglegan bar sem gegnir jafnframt hlutverki hótelbars. Staðurinn er afskaplega hlýlegur og á eflaust eftir að falla vel í kramið hjá höfuðborgarbúum. Það voru THG arkítektar sem sáu um hönnunina.

Við birtum einnig nýlega myndir af eldhúsi Gott hjónanna sem þau tóku nýverið í gegn.

Hlýleikinn er allsráðandi.
Hlýleikinn er allsráðandi. Hanna Andrésdóttir
Staðurinn þykir afar vel heppnaður.
Staðurinn þykir afar vel heppnaður. Hanna Andrésdóttir
Hanna Andrésdóttir
Hanna Andrésdóttir
Gömlu steinhleðslurnar fengu að njóta sín sem gefur mikinn karakter.
Gömlu steinhleðslurnar fengu að njóta sín sem gefur mikinn karakter. Hanna Andrésdóttir
Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert