KitchenAid kynnir fyrsta lit ársins

Nú fá ábyggilega einhverjir fagurkerar fyrir hjartað.
Nú fá ábyggilega einhverjir fagurkerar fyrir hjartað. mbl.is/KitchenAid

Það er alltaf jafnspennandi þegar KitchenAid og Le Creuset kynna nýja liti sem hægt er að fárast yfir og jafnvel þrá í leyni.

Þessi fagri litur er stóri frændi Kóralbleiks og kallast Paradísarfuglarnir (e. Birds of Paradise) enda sérlega suðrænn og seiðandi.

Þetta ku vera sumarvélin í ár og má búast við að hún seljist upp eins og aðrar slíkar vélar en hvort hún kemur hingað til lands er ekki vitað á þessu stigi málsins enda bara mars.

Kóral bleikur er mjög vinsæll litur. Bæði í veggfóðri, smáhlutum …
Kóral bleikur er mjög vinsæll litur. Bæði í veggfóðri, smáhlutum og jafnvel innréttingum. mbl.is/pinterest
Kóral bleikur er litur sumarsins og eldhússins. Kjól og hrærivél …
Kóral bleikur er litur sumarsins og eldhússins. Kjól og hrærivél í stíl takk! mbl.is/pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert