Burt með kattahland úr garðinum

Kaffikorgur og sítrushýði hefur gefið góða raun til að styggja …
Kaffikorgur og sítrushýði hefur gefið góða raun til að styggja ketti frá beðum og görðum. mbl.is/Eggert

Hugguleg húsfrú í Reykjavík átti í mesta basli með ókunnuga ketti sem gerðu sig heimkomna í garðinum hjá henni. Hún gaukaði að okkur þessu náttúrulega og góða ráði. 

Kona þessi sagðist bera notaðan kaffikorg í ysta lagið á beðunum sínum en kettir voru alltaf að væflast þar í kring og stytta sér leið í gegnum beðin með tilheyrandi þvagláti og óþægindum fyrir jurtirnar. Það snar hætti eftir að kaffikorgurunn kom í málið. 

Einnig er mælt með því að geyma hýði af sítrus á vöxtum og rífa það niður og bera í beðin til að fæla kettti frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert