Uppáhaldsgræjan hennar Rikku

Rikka ásamt blandaranum góða.
Rikka ásamt blandaranum góða. Rax / Ragnar Axelsson

Friðrika Hjördís Geirsdóttir hefur farið fögrum orðum undanfarna morgna um ágæti græju nokkurrar sem hún skilur vart við sig en eins og alþjóð veit stýrir hún skemmtilegasta morgunþætti landsins á K100 ásamt Loga Bergmann og Rúnari Frey Gíslasyni. 

Um er að ræða ferðablandara nokkurn sem virðist geta breytt vatni í vín ef marka má orð hennar... eða berjum í gómsætan þeyting.

Friðrika eða Rikka eins og hún er betur þekkt sem ekki farið leynt með ánægju sína og staðfesti í samtali við Matarvefinn að græjan góða væri jafn góð og lofað væri í myndbandinu hér að neðan. 

Panta þarf græjuna erlendis frá og hægt er að nálgast hana hér. Blandarinn kostar nú á tilboði rúmar 6.000 krónur sem þykir nokkuð gott verð. 

Blandarinn góði spilar þó ekki tónlist þrátt fyrir að lógóið …
Blandarinn góði spilar þó ekki tónlist þrátt fyrir að lógóið á honum minni merkilega mikið á Beats vörumerkið sem framleiðir heyrnatól. mbl.is/Anza
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert