Dökku og drungalegu eldhúsi breytt í algjöran draum

Hér er tveimur litum blandað saman. Takið eftir svörtu innréttingunni …
Hér er tveimur litum blandað saman. Takið eftir svörtu innréttingunni innst og svo eru gráir skápar á móti. mbl.is/Apartment Therapy

Það er fátt skemmtilegra en að taka eldhús í gegn. Það er líka svo gott fyrir sálina og maður á það til að borða umtalsvert betra fæði sé það framreitt úr fínu eldhúsi (þó að umbótatímabilið kalli oft á óheyrilegt magn af subbumat – en það er önnur saga).

Hér gefur að líta eldhúsbreytingu sem er afskaplega vel heppnuð. Eldhúsið var fremur dökkt og drungalegt en fékk algjöra yfirhalningu eins og sjá má á myndunum.

Hér var eldhúsinu skipt út eins og það leggur sig. Eigandi þess hafði búið í húsinu í sex ár og planað eldhússkiptin gaumgæfilega á meðan. Þegar að því kom var búið að panta allt sem skipti máli þannig að skiptin gengu nokkkuð hratt fyrir sig. Hér var lykilatriðið að auka birtuna og það var gert með því að hafa eldhúsið eins ljóst og létt og kostur var.

Virkilega vel heppnuð breyting og við elskum að notaðir eru tveir litir; annars vegar svört innrétting í enda eldhússins og aðrir skápar eru ljósgráir.

Hér má sjá eldhúsið eftir breytingar.
Hér má sjá eldhúsið eftir breytingar. mbl.is/Apartment Therapy
Ljóst yfirbragð og opnar hillur létta stemninguna umtalsvert.
Ljóst yfirbragð og opnar hillur létta stemninguna umtalsvert. mbl.is/Apartment Therapy
Hurðirnar og höldurnar eru einstaklega vel heppnuð.
Hurðirnar og höldurnar eru einstaklega vel heppnuð. mbl.is/Apartment Therapy
Svona leit eldhúsið út áður.
Svona leit eldhúsið út áður. mbl.is/Apartment Therapy
Skemmtilega dökkt og drungalegt eldhús.
Skemmtilega dökkt og drungalegt eldhús. mbl.is/Apartment Therapy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert