Humar, nautalund, túnfiskur og lakkrís...

Viktor Örn á Apótekinu.
Viktor Örn á Apótekinu. mbl.is/aðsend mynd

Bocus d´or verðlaunahafinn árið 2017 verður frá deginum í dag og fram á sunnudag gestakokkur á Apótekinu í Austurstræti. Viktor hefur víðtæka reynslu í veitingabransanum og er búinn að vera meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu frá árinu 2009 auk þess sem hann hefur starfað á mörgum af vinsælustu veitingastöðum landsins.

„Það er okkur sönn ánægja að fá þennan snilling í heimsókn í eldhúsið hjá okkur og ég veit fyrir víst að gestir Apóteksins verða ekki sviknir af réttunum sem hann framreiðir,“ segir Bergdís Örlygsdóttir, einn eigenda og markaðsstjóri Apóteksins.

Viktor hefur unnið til fjölda verðlauna á kokkaferlinum og má því búast við veislu fyrir bragðlaukana á fimm rétta seðlinum sem hann hefur sett saman af þessu tilefni. „Það má til dæmis finna humar, nautalund, túnfisk, lakkrís, marsipan og gulbeðu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Bergdís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert