Grillaður “Pulled pork” borgari

Sjúklega girnilegur borgari.
Sjúklega girnilegur borgari. mbl.is/Food Network Magazine

Ef það er einhvern tímann tilefni til að grilla þá er það núna. Hér gefur að líta uppskrift sem fær hjartað til að slá hraðar. Um er að ræða grillaðan “pulled pork” borgara sem útleggst á íslensku sem hægeldað og/eða mauksoðið svínakjöt. Bæði er hægt að útbúa kjötið á eigin spýtur eða kaupa það út í búð. Hvort heldur sem er þá erum við með tímamóta uppskrift en gætið þess að hún er ætluð fyrir 12 manns.

Grillaður “Pulled pork” borgari

Fyrir 12 manns

Fyrir svínakjötið

 • 6 msk paprikukrydd
 • 3 msk hrásykur
 • 1 msk laukduft
 • sjávarsalt og nýmalaður pipar
 • 4-5 kg mauksoðið svínakjöt
 • 12 hamborgarabrauð af betri gerðinni
 • hrásalat

BBQ sósa

 • 500 ml tómatsósa
 • ¼ bolli ljós púðursykur
 • ¼ bolli hrásykur nýmalaður pipar
 • 1 ½ tsk laukduft
 • 1 ½ sinnepskrydd (e. dry mustard)
 • 2 msk ferskur sítrónusafi
 • 2 msk Worchestershire sósa
 • 120 ml eplaedik
 • 2 msk síróp

Aðferð:

Blandið saman paprikukryddinu, sykri og laukdufti í skál. Setjið 3 msk af kryddblöndunni í aðra skál og bætið við 2 msk af salti og 3 msk af pipar. Nuddið vel á kjötið. Hyljið með plastfilmu og látið standa. Geymið afganginn af kryddinu.

Leggðu reyktan spæni í bleyti í 15 mínútur eða svo. Passið að bleyta spæninn alls ekki of mikið ellegar kemur of mikill reykur.

Kveikið upp í grillinu. Ef þið eruð að nota gasgrill þá skal stilla á fremur lágan hita en ef kolin eru notuð skal bíða þar til þau eru orðin nánast grá og dreifa þá vel úr þeim.

Eldið svínakjötið í sex klukkustundir eða svo. Athugið að þetta á við ef þið kaupið ómeðhöndlað svínakjöt ef ef þið keyptuð kjötið tilbúið út í búð sleppið þið þessum hluta.

BBQ sósan: Blandið saman tómatsósu, 240 ml af vatni, sykri (báðum gerðum) 1 ½ tsk pipar, lauk- og sinnepskryddið, sítrónusafa, Worchestershire sósu, edik, sírópi og 1 msk af afgangs kryddblöndunni í pott. Látið suðuna koma upp og látið sósuna síðan malla í tvo tíma eða svo. Látið kólna og hitið svo aftur á grillinu þegar komið er að því að nota hana.

Svínakjötið: Rífið kjötið niður og veltið því vel upp úr vökvanum sem kemur úr kjötinu þegar það er rifið.

Setjið borgarann saman: Hitið brauðið á grillinu, setjið rifna svínakjötið ofan á, því næst slatta af BBQ sósunni og að lokum hrásalat.

Auðveldari útgáfa: Kaupið kjötið tilbúið, hitið það á grillinu og kryddið með kryddblöndunni. Hér eruð þið væntanlega bara að gera 2-4 borgara þannig að minnkið kryddmagnið sem því nemur. Farið að örðu leiti eftir aðferðinni hér að ofan. Kaupið sósuna tilbúna út í búð og hrásalatið líka.

Snilldarráð Matarvefsins: Gerðu sósuna og þó þið séuð bara með 2-4 í mat þá skuluð þið gera fullan skammt og eiga afganginn til góða. Sósan geymist vel í kæli og þar sem grillsumarið er rétt að byrja mun hún koma að góðum notum í sumar.

Uppskrift: Food Network Magazine

mbl.is