Fimm fæðutegundir sem geta truflað nætursvefninn

Eggaldin.
Eggaldin. Ljósmynd / Kalyns Kitchen

Fólk er misviðkvæmt fyrir því hvað það borðar á kvöldin og margir þurfa að passa sig vel. Það er vel þekkt að ekki er æskilegt að drekka koffíndrykki rétt fyrir svefn en hvern hefði grunað að eggaldin væri skilgreint sem svefn-skaðvaldur. Hér gefur að líta mjög svo áhugaverðan lista yfir fæðutegundir sem skyldi forðast á kvöldin – sérstaklega ef þið eruð viðkvæm.

Sterkur matur: Samkvæmt ástralskri könnun kom í ljós að þeir sem eru trylltir í tabasco og sambærilegar sterkar sósur eigi erfiðara með að ná djúpsvefni. Að sama skapi veldur sterkur matur brjóstsviða þannig að…

Eggaldin: Þetta er stórskrítinn listi, en eggaldin eru örvandi! Þar sem þau innihalda töluvert magn amínósýrunnar tyramine sem hækkar gildi norepinephrine sem kemur í veg fyrir að við sofnum. Töluvert flókið en afar áhugavert.

Agúrkur: Já, þú last rétt. Agúrkur eru kannski veggspjalda-grænmeti enda með eindæmum hollar og frábærar en ekki skyldi borða of mikið af þeim rétt fyrir háttinn þar sem þær eru einstaklega vatnsmiklar og þú munt þurfa á klósettið í kjölfarið. Það sama gildir reyndar líka um melónur.

Greip: Almennt er það talin arfaslæm hugmynd að borða mjög súran mat fyrir háttinn þar sem hann veldur næturbrjóstsviða (sem er brjóstsviði sem á sér stað á næturnar) og kemur í veg fyrir að þú getir sofið.

Beikonostborgari: Mörgum þykir gott að borða fyrir háttinn er stór og mikil máltíð – eins og beikonostborgari  er alls ekki góð hugmynd þar sem líkaminn þarf verulega orku til að melta svoleiðis grjótmulning sem veldur því að dýrmætur hvíldartími fer í að liggja á meltunni eins og kýrnar gera í stað þess að hvílast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert