Siggi og Berglind opna nýjan stað í Eyjum

Eldofninn er innfluttur frá Ítalíu og vegur 2.6 tonn.
Eldofninn er innfluttur frá Ítalíu og vegur 2.6 tonn. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason

Sómahjónin á bak við GOTT veitingastaðina og Heilsurétti fjölskyldunnar, þau Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir eru að opna splunkunýjan veitingastað í Vestmannaeyjum. 

Að þessu sinni er það alvöru ítalskur pítsastaður en stefnt er að því að opna í næstu viku og bíða Eyjamenn að öllum líkindum spenntir eftir þessari viðbót í veitingaflóru eyjunnar. 

Meðeigendur þeirra hjóna eru Theódóra Ágústsdóttir og Anton Örn Eggertsson.

Hér gefur að líta nokkrar myndir af staðnum sem er að taka á sig mynd. Byrjað er að prufukeyra ofninn góða sem er sérinnfluttur frá Ítalíu og vegur 2,6 tonn. 

Matarvefurinn mun að sjálfsögðu fylgjast nánar með þróun mála en staðurinn hefur hlotið nafnið Pítsugerðin. 

Pítsugerðin heilsar.
Pítsugerðin heilsar. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
Hönnun staðarins er einstaklega vel heppnuð.
Hönnun staðarins er einstaklega vel heppnuð. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
Hugsað er út í hvert smáatriði.
Hugsað er út í hvert smáatriði. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
Staðurinn opnar í næstu viku.
Staðurinn opnar í næstu viku. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
Þessi deigkúla ætlar sér að verða pítsa.
Þessi deigkúla ætlar sér að verða pítsa. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
Eldurinn snarkar í ofninum.
Eldurinn snarkar í ofninum. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
Beint úr ofninum.
Beint úr ofninum. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
Ljóst er að Eyjamenn eiga von á góðu.
Ljóst er að Eyjamenn eiga von á góðu. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
Spaðarnir góðu.
Spaðarnir góðu. mbl.is/Gunnar Ingi Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert