Guðdómlegur grískur kalkúnaborgari

Það skapar sumarlega miðjarðarhafs-stemmingu að henda grískum kalkúnaborgurum á grillið.
Það skapar sumarlega miðjarðarhafs-stemmingu að henda grískum kalkúnaborgurum á grillið. mbl.is/FoodieCrush

Þessir borgarar eru í hollari kantinum og skapa sumarlega miðjarðarhafsstemmingu með spínati, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti. Við mælum með því að slafra þessum í sig með góðri tzatziki sósu og sætkartöflufrönskum, en uppskriftin dugir fyrir fjóra hamborgara.

Guðdómlegur grískur kalkúnaborgari

  • 450 gr. kalkúnahakk
  • 1/2 bolli spínat
  • 1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar
  • 1/4 bolli rauðlaukur
  • 1/4 bolli fetaostur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 egg
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 tsk. oregano
  • salt og pipar
  • 4 hamborgarabrauð
  • Lambhagasalat
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í sneiðar

Aðferð

  1. Setjið kalkúnahakkið í stóra skál. Skerið spínat og sólþurrkaða tómata gróflega og bætið við hakkið. Saxið rauðlaukinn og fetaostinn frekar smátt og bætið saman við í skálina og blandið vel.

  2. Þeytið eggið í skál með písk og pressið hvítlauksgeirana saman við. Bætið næst við ólífuolíu, oregano, salti og pipar og hrærið vel. Bætið þessari blöndu saman við hakkið og vinnið vel saman með höndunum.

  3. Skiptið hakkblöndunni í 4 jafnstóra hluta og mótið í hamborgara. Setjið borgarana á bökunarpappír og inn í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur. Þeir mega líka vera í ísskáp yfir dag eða nótt, þeir verða bara betri fyrir vikið.

  4. Hendið borgurunum á grillið og eldið í um það bil 5 mínútur á hvorri hlið á meðal háum hita.

  5. Berið fram í hamborgarabrauði, með niðurskornum rauðlauk, lambhagasalati og tzatziki sósu. Það má finna stórgóða uppskrift af tzatziki sósu hér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert