Súpan sem kom, sá og sigraði!

Súpan er virkilega spennandi og gæti verið góður forréttur í …
Súpan er virkilega spennandi og gæti verið góður forréttur í næsta matarboð. mbl.is/Matarauður Íslands

Þessi súpa á mögulega eftir að komast í sögubækurnar enda sigraði hún keppnina Þjóðlegir réttir á okkar veg sem haldin var á dögunum. Um er að ræða harðfisksúpu en uppskriftin þótti svo áhugaverð að nemar í Hótel- og matvælaskólanum tóku hana í gegnum þróunarferli og hér gefur að líta uppskriftina. 

Það er Baldur Garðarsson sem á uppskriftina og hlaut hann glæsileg verðlaun fyrir. 

Harðfisksúpa

fyrir 6 manns

Súpa

  • 1 l grænmetissoð
  • 1 l skelfisksoð
  • 200 g beltisþari
  • 200 g söl
  • 200 g fjallagrös
  • kryddað með þurrkaðri sæbjúga (val)
  • 100 g harðfiskur (ýsa)

Aðferð

Öllu blandað saman soðið upp og látið standa í 1,5 klst.

Meðlæti

  • 300 g úthafsrækja
  • 150 g harðfiskur
  • 50 g söl

Aðferð

Rækjan er krydduð með sítrónusafa, dillolíu og salti. Söl og harðfiskur er þurrkaður og síðan sett í kaffikvörn og búið til úr þessu fín mylsna. Framreitt í djúpum disk.

(Hægt er að nálgast söl, fjallagrös, þara og sæbjúgnaduft hjá Íslenskri hollustu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert