Heitustu HM hamborgara trixin!

Góður hamborgari er gulli betri!
Góður hamborgari er gulli betri! Eggert Jóhannesson

Nú þegar HM æðið stendur sem hæst er fátt betra en að grilla góðan borgara fyrir leik. Við mælum að sjálfsögðu með að þið leggið extra natni í verkið og hér koma nokkrar tillögur að því hverngi hægt er að taka HM borgarann upp á næsta stig.

Veldu þér góðan borgara. Hér eru nokkrir góðir kostir í boði. Heyrst hefur að svokallað Dry-age æði ríki og að slíkir borgarar sem fást í Nettó rjúki út. Engan skyldi undra enda eru þeir óheyrilega góðir á bragðið og alveg skiljanlegt að þjóðin sé vitlaus í þetta sælgæti. 

Rétta kryddið. Hér er til allskonar krydd en við mælum með Bezt á hamborgarann kryddið sem inniheldur engin aukaefni og er í alla staði hið fullkomna krydd. Rétta kryddið tekur nefnlega hamborgarann á næsta stig eins og sérfræðingarnir segja. 

Settu fyllingu í borgarann. Við elskum þegar borgarinn er fylltur með dýrindis osti eða öðru slíku fíneríi. Gefur eitthvað aukalegt sem fær hjartað til að slá hraðar af gleði. 

Brauðið. Hér skal vanda valið og hægt er að fá alls kyns gúrmei hamborgarabrauð. Brauðin frá Brauð & co hafa runnið út eins og heitar lummur enda þykja þau afskaplega góð. Áður en þið grillið brauðin skulið þið smyrja þau með kryddsmjöri og leyfa brauðinu að drekka það í sig. Brauðið getur nefnilega gert gæfumuninn. 

Sósan. Eitt það allra mikilvægasta er góð sósa. Hér ætlum við að mæla með chili bernaise sósunni frá Hamborgarafabrikkunni af því að hún er glórulaust bragðgóð. 

Að þessu sögðu er um að gera að prófa sig áfram en meira er ávallt betra þegar kemur að hamborgurum og því meira djúsí - því betra!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert