Gourmet í Grundarfirði

Guðbrandur ásamt aðstoðarkokki sinum, Miroslav.
Guðbrandur ásamt aðstoðarkokki sinum, Miroslav. mbl.is/ÞS

Í Grundarfirði er að finna veitingastað sem er vel þess virði að heimsækja enda státar hann í senn af frábærum matseðli, sérlega fallegu umhverfi og mögulega besta útsýni á Íslandi. 

Bjargarsteinn Mathús er í eigu hjónanna Guðbrands Garðarssonar og Selmu Rutar Þorkelsdóttur. Selma er frá Grundarfirði og settust þau að þar fyrir nokkrum árum og hafa verið að byggja Bjargarstein hægt og rólega upp. 

Vinsældirnar eru miklar en það eru þó mest ferðamenn sem heimsækja staðinn þó að Íslendingarnir séu vissulega til staðar. 

Maturinn þykir hreint frábær en Guðbrandur er gamalreyndur í bransanum og starfaði í fjöldamörg ár erlendis áður en fjölskyldan flutti sig um set og skaut rótum í Grundarfirði. 

Það er vel þess virði að gera sé góða dagsferð vestur á Snæfellsnes og njóta þess besta sem Nesið hefur upp á að bjóða á Bjargarsteini. 

Heimasíðu staðarins er hægt að nálgast HÉR.

Allar innréttingar og hver einasti hlutur á veitingastaðnum er útpældur …
Allar innréttingar og hver einasti hlutur á veitingastaðnum er útpældur og passar sérstaklega vel inn. mbl.is/ÞS
Laxinn er reyktur á staðnum en þegar kúpulnum er lyft …
Laxinn er reyktur á staðnum en þegar kúpulnum er lyft upp sleppur reykurinn út sem er í senn afskaplega dramatískt og skemmtilegt. mbl.is/VsV
Dásemdarforréttur sem var afbragðsgóður.
Dásemdarforréttur sem var afbragðsgóður. mbl.is/ÞS
Nóg er að gera og stemningin afslöppuð og notaleg.
Nóg er að gera og stemningin afslöppuð og notaleg. mbl.is/ÞS
mbl.is/ÞS
Húsið er glæsilegt og einkar vel upp gert.
Húsið er glæsilegt og einkar vel upp gert. mbl.is/ÞS
Kirkjufellið blasir við frá veitingastaðnum.
Kirkjufellið blasir við frá veitingastaðnum. mbl.is/ÞS
Úti er góð verönd með útsýni yfir hafið og Kirkjufellið.
Úti er góð verönd með útsýni yfir hafið og Kirkjufellið. mbl.is/ÞS
mbl.is/ÞS
Grundarfjörður.
Grundarfjörður. mbl.is/ÞS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert