Kjúklingapasta löðrandi í beikoni og sósu

Það er gott að grípa í þessa einföldu og fljótlegu …
Það er gott að grípa í þessa einföldu og fljótlegu uppskrift þegar fjölskyldan er þreytt eftir annasaman dag. mbl.is/Lifeinthelofthouse

Þessi ofnréttur inniheldur hráefni sem hugga, bæta og kæta. Þegar maður setur þau öll saman og stingur inn í ofn verður útkoman alveg einstaklega ljúffeng. Alveg fyrirtaksréttur til að henda í á rigningardegi, og það tekur ekki langan tíma svo það er gott að grípa í þessa uppskrift þegar fjölskyldan er þreytt eftir annasaman dag.

Kjúklinga-penne löðrandi í beikoni og ranch-sósu

 • 450 gr. penne pasta
 • 2 bollar eldaður kjúklingur
 • 1 krukka Alfredo-pastasósa
 • 1 bolli Ranch dressing
 • 8 sneiðar eldað beikon
 • 2 bollar rifinn mozzarella ostur
 • Handfylli steinselja

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 180 gráður. Berið feiti innan í eldfast mót sem er um það bil 20x30 sentimetrar að stærð.

 2. Sjóðið pasta og þegar það er tilbúið má setja það í stóra skál. Steikið kjúklinginn á pönnu og saxið hann svo niður í litla bita. Bætið við í skálina. Bætið þar næst við Alfredo-pastasósu og ½ bolla af Ranch-sósu. Hrærið vel.

 3. Hellið innihaldinu úr skálinni í eldfast mót. Takið steiktu beikonsneiðarnar og skerið niður í bita og sáldrið yfir mótið. Dreifið svo mozzarella-osti yfir og stingið inn í ofn.

 4. Bakið réttinn í 15-20 mínútur eða þar til hann er heitur í gegn og osturinn alveg bráðnaður og farinn að brúnast á hliðunum. Saxið handfylli af steinselju og sáldrið yfir.
Það er bara eitthvað við heitan ofnrétt með bráðnum osti …
Það er bara eitthvað við heitan ofnrétt með bráðnum osti sem passar við rigningu og súld. mbl.is/Lifeinthelofthouse
mbl.is