Draga úr plastnotkun um 30 tonn á ári

Umbúðirnar eru umtalsvert umhverfisvænni en áður hefur verið.
Umbúðirnar eru umtalsvert umhverfisvænni en áður hefur verið. mbl.is/aðsend mynd

Glöggir neytendur hafa væntanlega tekið eftir nýjum umbúðum á kjöti framleiddu af Ferskum kjötvörum í verslunum undanfarið en um er að ræða nýja pökkunaraðferð sem boðar byltingu í minnkun plastnotkunar hér á landi. 

Að sögn framleiðenda mun plastnotkun fyrirtækisins minnka um 30 tonn á ári með þessari nýju pökkunaraðferð en hér áður fyrr innihélt hefðbundin sölueining 21 gramm af plasti en er nú með nýju aðferðinni einungis 3 grömm. 

Ferskar kjötvörur eru með þeim fyrstu í Evrópu til að taka upp þessa nýju pökkunaraðferð sem mælist greinilega vel fyrir hjá neytendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert