Höfðar mál á hendur Canada Dry

Drykkurinn Canada Dry á sér langa sögu og er einn frægasti drykkur Kanada. Drykkurinn var fyrst bruggaður árið 1890 og er með engiferbragði. "Dry" var hins vegar bætt við nafnið til að aðskilja hann frá sætum drykkjum enda er hann ekkert sérlega sætur og var því merktur með þessum hætti - rétt eins og þurrt er notað um hvítvín sem eru ósæt. 

Drykkurinn er nú í eigu Dr. Pepper fyrirtækisins sem framleiðir hann um heim allan og selur. 

Nú hefur hins vegar kona nokkuð höfðað mál á hendur fyrirtækinu þar sem drykkurinn inniheldur ekkert engifer eins og haldið er fram. Vill konan meina að hún hafi verið blekkt til að kaupa sér gosdrykkinn á fölskum forsendum en hún hafi talið hann hollari valkost þar sem engifer sé ákaflega hollt. 

Ekki er enn vitað hvernig málið fer en Matarvefurinn fylgist að sjálfsögðu spenntur með gangi þessa áhugaverða máls. 

mbl.is