Fylltar paprikur með búlgursalati

Fylltar paprikur með búlgursalati og fetaosti er algjört lostæti.
Fylltar paprikur með búlgursalati og fetaosti er algjört lostæti. mbl.is/Nina Malling

Hér eru það fetaosturinn og kryddjurtirnar sem færa bragðlaukana til Grikklands. Girnileg uppskrift að fylltum paprikum með búlgursalati.

Fylltar paprikur með búlgursalati (fyrir 4)

  • 400 g lambahakk
  • 2 rauðar paprikur
  • 1 laukur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • ½ handfylli mynta
  • Handfylli af steinselju
  • 2 tsk. kóríander
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 40 g furuhnetur
  • Salt og pipar
  • 150 g fetaostur

Búlgursalat:

  • 3 dl búlgur
  • Safi af ½ sítrónu
  • 2 msk. ólífuolía
  • Handfylli af steinselju
  • Handfylli af myntu
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1 dl möndlur
  • 1 glas kalamata-olía

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°. Skerið paprikurnar til helminga langsum og fjarlægið kjarnana. Setjið paprikurnar í eldfast mót. Skerið lauk og hvítlauk smátt. Skolið og hakkið myntu og steinselju fínt. Blandið lauk, hvítlauk, ferskum og þurrkuðum kryddum, furuhnetunum, salti og pipar saman við hakkið og blandið vel. Bætið fetaostinum út í. Setjið blönduna í paprikuhelmingana og bakið í ofni í ca. 25 mínútur, eða þar til kjötið er eldað í gegn.
  2. Búlgursalat: Sjóðið búlgurnar samkvæmt leiðbeiningum og hellið þeim í skál. Hrærið sítrónusafanum og olíunni út í. Skolið og hakkið myntu og steinselju fínt og bætið út í búlgurblönduna í skálinni. Skerið rauðlaukinn í þunna báta. Ristið möndlurnar á þurri pönnu og hakkið þær gróflega. Bætið því næst rauðlauk, möndlum og olíunni í salatið og berið fram með fylltu paprikunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert