Grillaður hamborgari með þrenns konar ostum

Það er fátt betra en bráðinn ostur á glóðuðum borgurum.
Það er fátt betra en bráðinn ostur á glóðuðum borgurum. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Það er fátt betra en grillaður hamborgari nema ef vera skyldi grillaður hamborgari löðrandi í dásemdar ostum. Hvað er hægt að biðja fremur um? 

Hér galdrar Ragnar fram geggjaðan borgara þar sem hann notar havarti, cheddar og ísbúa. Betra gerist það vart!

Matarblogg Ragnars er hægt að nálgast HÉR.

Safaríkur þríosta sveitaborgari með stökkum heimafrönskum

Ég sótti nautahakkið í Kjöthöllina og fékk þau til að hakka fyrir mig nautaframpart og blanda því saman við nautafitu til að fá fullkomið hlutfall á milli kjöts og fitu. Að mínu mati (og flestra annarra) er best að hafa 80 prósent kjöt á móti 20 prósent fitu. 

Hráefnalisti fyrir 6 manns 

 • 800 g nautahakk
 • salt og pipar
 • tómatar
 • salat
 • pæklaðar agúrkur
 • djion sinnep
 • majónes

Nokkrar sneiðar af:

 • Havarti
 • Cheddar 
 • Ísbúa
 • 600 g kartöflur
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Mótaði hamborgarana í 120-150 g bollur og flatti þær vandlega út.
 2. Ég notaði nokkrar tegundir af osti. Fólk fékk auðvitað að velja sjálft hvaða osta það vildi hafa á hamborgarann.
 3. Hver ostur hefur sína eiginleika. Ég notaði að sjálfsögðu alla ostana á minn borgara.
 4. Til að gera eldamennskuna auðveldari útbjó ég ostsneiðarnar á disk þannig að þær voru tilbúnar þegar borgaranum var snúið.
 5. Hamborgarinn var eldaður á blússheitu grilli. Ekki gleyma að salta og pipra.
 6. Þegar hamborgaranum var snúið tyllti ég ostinum ofan á þannig að hann fengi að bráðna yfir kjötið.
 7. Það er ágætt að leyfa hamborgaranum að hvíla í nokkrar mínútur á meðan brauðið er ristað á grillinu. Svo er bara að byggja upp hamborgarann; smyrja brauðið með djion og majónesi, tylla grænmetinu bæði undir og ofan á – og byrja að hlakka til.
 8. Kartöflurnar voru skornar í bita og steiktar í heitri olíu þangað til þær voru stökkar að utan, gullinbrúnar og mjúkar að innan.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Osturinn tilbúinn á borgarana.
Osturinn tilbúinn á borgarana. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert